AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Page 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Page 24
Um hönnunarnám í Iðnskólanum í Reykjavík Elísabet V. Ingvarsdóttir og Baldur J. Baldursson, innanhússarkitektar FHI og brautarstjórar í almennri hönnun á listnámsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík. nám með útskrift af listnámsbraut. Nemendur geta lokið námi með stúd- entsprófi með viðbótarnámi í almenn- um bóklegum námsgreinum. Nem- endur sem þegar hafa lokið stúd- entsprófi eða starfsnámi með sam- bærilegt umfang geta sótt nám í al- mennri hönnun eftir hraðferðaráætlun og geta lokið námi á allt að helmingi skemmri tíma. í Iðnskólanum í Reykjavík hefur verið starfrækt námsbraut í hönnun á framhaldsskólastigi í um 10 ár. Þó meginmarkmið brautarinnar hafi frá upphafi verið að undirbúa nemendur hennar undir frekara nám í hönnun á háskólastigi nýtist námið einnig sem góð almenn menntun og grunnur og tenging fyrir hin fjölbreytilegustu starfssvið. Hönnun er starfsvettvang- ur en jafnframt áhugamál sem veitt getur aukna lífsfyllingu. Þar sem engin viðurkennd námskrá frá menntamálaráðuneytinu var til fyrstu árin var brautin byggð á grund- velli hefðbundinna hugmynda um hönnunarnám og sett fram sem til- raun. í dag er brautin skipulögð sam- kvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, en menntamálaráðuneytið gaf í fyrsta sinn árið 1999 út aðalnámskrá fyrir listir í framhaldsskólum þar sem tekið var mið af endurskipulögðu list- og hönnunarnámi á háskólastigi. Sam- kvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla eru sex kjörsvið felld undir svokallaða listnámsbraut. Kjörsviðin eru almenn hönnun, handverkshönnun, marg- miðlunarhönnun, myndlist, dans og tónlist. Listnámsbrautin er einskonar hattur yfir kjörsviðin, en kjörsviðin fela í sér sérhæfingu í listum, hönnun eða handverki. í Iðnskólanum í Reykjavík hefur hönnun verið kennd samkvæmt aðalnámskrá frá hausti 2002. Hönnun á listnámsbraut Með tilkomu aðalnámskrárinnar öðl- aðist hönnunarnám í IR skýrari mark- mið og viðurkenningu innan skóla- kerfisins. Staða nemenda batnaði til muna þar sem sambærileg kjarnafög eru í öðrum framhaldsskólum sem bjóða nám á myndlista- og hönnun- arkjörsviðum. Hönnunarbraut IR kall- ast nú samkvæmt námskrá fram- haldsskólanna almenn hönnun á list- námsbraut þó algengt sé að nafnið hönnunarbraut sé notað í daglegu tali. Námið á kjörsviðinu almenn hönnun er þriggja ára undirbúnings- Listnámsbrautir með ýmis kjörsvið eru í fleiri framhaldsskólum en kjör- sviðið almenn hönnun er eingöngu í Iðnskólanum í Reykjavík. í Iðnskólan- um í Hafnarfirði er t.d. boðið upp á kjörsviðið handverk og hönnun sam- kvæmt eigin uppbyggingu, í Borgar- holtsskóla kjörsviðið margmiðlunar- hönnun, í FG handverkshönnun með áherslu á föt og textíl auk myndlista- kjörsviðs og í FB myndlistarkjörsvið. Eins og nöfn kjörsviðanna gefa til kynna eru áherslur ólíkar þó kjarna- fögin séu þau sömu. í almennri hönn- un í IR hefur megináhersla námsins falist í hugmyndavinnu og tilraunum með form, liti og útfærslur í gegnum teikni- og líkanavinnu. Oft hafa nem- endur átt erfitt með að velja á milli brautanna sem kenna hönnun og þá sérstaklega á milli IR og IH sem eru mjög sambærilegar en ólíkar þó þar sem mun meiri áhersla er á verklega handverksvinnu í IH. Þessi ólíka nálg- un brautanna tveggja er kostur fyrir nemendur því sömu aðferðir henta ekki öllum og er því gott að geta valið á milli. Almenn hönnun í IR Almenn hönnun á listnámsbraut IR miðar að því: að veita góðan undirbúning fyrir frekara nám í hönnun, að veita stuðning við hagnýt við fangsefni og skapandi störf, að vera góður viðauki fyrir þá sem eru í iðnnámi, að þroska sköpunargáfu, efla sjálfsvitund og auka menningarskiln- ing. Brautin þjónar auk þess því hlutverki að kynna fyrir nemendum aðra og fjölþættari nálgun viðfangsefna en tíðkast í hefðbundnu bóknámi og að gefa nemendum möguleika á að finna hæfileika sína í því sambandi. 22 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.