AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Side 38
Þýska sögusafnið í Berlín Frábær bygging úr gleri og stáli Anne-Marie Ring-Heber, blaðamaður glerpíramídann sem hann hannaði við Louvre safnið í París. Gangnsæi og hreyfing eru líka þær hugmyndir sem liggja að baki þessari byggingu og birtast í stigaturninum sem er úr gleri og stáli. Þar sem tvær götur mætast, fyrir aft- an steypubygginguna (Giesshaus) og vopnageymsluna (Zeughaus) í Berlín er hugsanlega fallegasta bakhlið borgarinnar, eins o_g dagblað á staðnum lýsir því. Á þessum sögu fræga stað hefur I.M. Pei slegið spennandi nýjan tón með stigaturni úr gleri. Arkitektarnir Eller+Eller báru ábyrgð á framkvæmdinni og Christ- ina Flasche var staðararkitekt. Finnska fyrirtækið Tambest Oy sem eru sérfræðingar í beygðu gleri fram- leiddu efnið í glerturninn, en glerið er tvívítt að hluta. Árið 1987 gerðu Sambandslýðveldið Þýskaland og Berlín með sér sam- komulag um að koma á laggirnar þýsku sögusafni. Hugmyndin var sú að þetta safn í Vestur-Þýskalandi væri samsvarandi Austurþýska Sögu- safninu sem hafði verið í Austur- Berlín frá því 1952. Skipulag safnsins tók mörg ár og breyttist mikið á þeim tíma. Endursameining Þýskaiands breytti líka miklu fyrir safnið. í stað þess að halda áfram sem sérstök stofnun var ákveðið að gamla Austurþýska Sögusafnið sem var til húsa í vopnageymslunni gengi í heild sem lán til nýja Þýska Sögusafnsins. Hinn 3. október árið 1990 var svo vopnageymslan og safnið sem hún hýsti afhent Þýska Sögusafninu til tímabundinna nota. Vopnageymslan, sem var byggð á barokk-tímabilinu, stendur við hliðina á tveimur mikilvægum byggingum við Schinkel, þ.e. Nýja Varðhúsinu (Neue Wache) og Gamla Safninu. Ákveðið var að vopnageymslan hýsti langtíma sýningu, en að tímabundnar sýningar yrðu í nýrri byggingu. Báðar þessar byggingar munu verða með sjálfstæðan rekstur þótt þær tilheyri sömu stofnun. Eini staðurinn þar sem kom til greina að reisa nýja byggingu var norðan við vopnageymsluna þar sem vinnustofur og geymslur fyrir Þýska Sögusafnið höfðu verið byggð- ar í lok 6. áratugar síðustu aldar. Við það viðkvæma verk að hanna byggingu á þessari lóð sem lá milli annarra framkvæmdasvæða naut þýska ríkisstjórnin aðstoðar kínverska arkitektsins leoh Ming Pei sem býr í New York. Ákveðið var að safnið hefði ákveðna sérstöðu gagnvart aðliggjandi byggingum án þess þó að keppa við þær. Þetta var því talsvert snúið verk, bæði hvað snertir skipu- lag svæðisins, hve þetta var mikilvæg bygging og sérstök lóð. Þessi nýja bygging fyrir tímabundnar sýningar var fyrsta verk I. M. Pei í Þýskalandi, en hann hlaut alþjóðlega frægð fyrir Til að koma til móts við óskir verk- kaupa um tvær byggingar sem hægt væri að reka hvora fyrir sig var nauð- synlegt að búa til tvo aðskilda inn- ganga. Aðalinngangurinn er um stór- ar snúningsdyr frá götunni sem liggur að baki steypubyggingarinnar. Þarna koma gestir inn í bjart anddyri með stórum gluggum sem gefa til kynna mikið rými, þótt lóðin sé ekki stór. Á þessu gólfi er stigaturninn eins og nokkurs konar biðstofa með setbekk úr graníti umhverfis. Frá þessu svæði 36 avs Myndir / Photos: Ulrich Schwarz; Stephan Falk; Max Lautenschtáger.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.