AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Síða 68
„Vin“ í Reykjavík æ t 'CO 05 c ‘c c af tækjasal og hóptímasal, heilsulind þar sem eru tvær ilmgufur, tveir nuddpottar og setlaug. Einnig er slökunarherbergi á þessu svæði og útiverönd með „sauna“ og sólbaðs- aðstöðu. Þriðji hlutinn er meðferðar- hlutinn með 11 herbergjum fyrir snyrti- og nuddmeðferðir. Heilsulindin NordicaSpa, sem er í Nordica Hótel, er einn af heitustu stöðunum í dag. Hvern dreymir ekki um að komast í afslappað umhverfi, umlukinn heitum vatnsstraumum og höndum sem strjúka strekkta vöð- vana, með lokuð augun meðan hlýleg birtan bærist á vatnsyfirborðinu. „Við hönnun NordicaSpa var leitast við að skapa hlýlegt og róandi and- rúmsloft með tilvísunum í náttúru landsins, að skapa vin í erli borgar- lífsins. í afgreiðslu tekur á móti gestum veggur sem klæddur er steinvölum og gefur tóninn fyrir það sem á eftir kemur. Á spa-svæðinu eru veggir klæddir með íslensku grjóti, viðarlistar eru í lofti og súlur og veggir eru klæddir með glermósaiki í bláum og grænum litum. Á göngubraut út að pottum og á gólfi í hvíldarherbergi eru stuðlabergsheilur, „ segir Björgvin Snæbjörnsson - Arkitekt FAÍ, sem sá um að umbreyta NordicaSpa frá því sem áður var í það sem heilsulindin er nú. Efnisval ásamt því hvernig lýsing er notuð til að skilgreina rými og undir- strika form á stóran þátt í því að skapa það róandi og „dularfulla" and- rúmsloft sem leitað var eftir og veita NordicaSpa sérstöðu meðal heilsu- linda hér heima og erlendis. NordicaSpa er alls um 870 fermetrar að flatarmáli og skiptist í þrjá megin- hluta: heilsurækt sem samanstendur NordicaSpa er stækkun á eldri heilsulind sem hönnuð var árið 1997 og tók hönnun hennar mið af því að nýta blautgufur og pottasvæði eldri heilsulindarinnar og tengja þeirri nýju. Búningsklefar þeirrar eldri voru of litlir og var brugðið á það ráð að sameina eldri búningsklefa í einn og útbúa njan hinum megin við pottasvæðið. Einnig var bætt við stórri setlaug á pottasvæðið til viðbótar við tvo nudd- potta sem fyrir voru. En eins og einhver sagði, sjón er sögu ríkari, og upplífunin er engu lík! ■ 66 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.