AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2003, Blaðsíða 70
Guðmundur Jónsson, arkitekt „SYSTRASKIPIÐ" I R0RVIK, NOREGI Mikilvægustu forsendur fyrir lóðarvali þessarar bygg- ingar voru að hægt væri að sýna fram á fjárhagsleg- an og rekstrarlegan ávinning við samnýtingu hennar með Sjóminjasafninu Norveg sem undirritaður hefur einnig eiknað og nú er í byggingu á lóðinni við hlið- ina. Til viðbótar komu forsendur er varða auglýsingu sem nýst getur báðum byggingunum þegar auglýsa á staðinn sem góðan ráðstefnustað eða fyrir bæki- stöð fyrirtækia. Segja má að með forteikningum Norvegs væri lagður grundvöllur fyrir bæjarþróun í Rorvik. Byggingin hefur valdið einskonar „Bilbao- áhrifum" hvað varðar þróun staðarins, stofnun fyrir- tækja og bjartsýni í atvinnumálum. Staður sem áður var þorp er að þróast í bæjarfélag. Staðarval Byggingin er miðlæg í kjarna þorpsins. Rorvik er sjávarþorp sem vildi leggja áherslu á frekari byggðar- þróun. Stór hluti miðlægra og mikilvægra svæða lá auður og ónýttur. Það var því mikilvægt að sérhvert inngrip legði hornstein að slíkri þróun og mikilvægt og aðkomuleið að miðkjarna þorpsins. Þetta gefur mikilvæga ásýnd bæði við innkomu í þorpið og frá aðkomuleið á sjó þar sem byggingarnar standa við bryggjusporðinn og Norveg er reyndar á eigin bryggju yfir sjó. Arkitektúr: Sérkenni Fyrirtæki í Noregi eru smám saman orðin meira meðvituð um gildi byggingarlistar og hönnunar sem sýningargildi og auglýsingargildi fyritækisins. í Systraskipinu er einmitt lögð áhersla á að byggingar- listin fái sterk auðþekkjanleg sérkenni með nýstárleg- um blæ er sótti innblástur í sögu þessa sjávarpláss sem átti sína gullöld um aldamótin 1900. Það eru þessi einkenni sem Norveg-byggingin er grundvölluð á og það var því nærlægt að taka mið af þessari menningarlegu fortíð við mótun Systraskipsins sem fékk sitt nafn vegna skyldleika síns við Norveg. Markmiðið var að styrkja menningarlegsögueinkenni Rorvik og sameina fornar hefðir með nútíma bygg- ingarlist. Skurður. / Section. var að skapa byggingu er gæti orðið hvati að betri byggðarþróun en verið hafði. Undirrituðum var í kjöl- farið falið að leggja drögin að þróun þorpsins í átt að bæjarfélagi. Sú vinna endaði með útgáfu „fagur- fræðilegs leiðarvísis" sem tæknideild bæjarins getur stuðst við, við mat á aðgerðum í bæjarfélaginu. Undirritaður sá fyrir sér að sjóminjasafnið Norveg og Systraskipið í sameiningu gætu orðið bróunarsproti sem leiddi til jákvæðra aukaverkana og vonandi til góðrar fyrirmyndar. Sjóminjasafnið Norveg og Systraskipið liggja við Strandgötu, aðalgötu í Rorvik Burðarvirki og efnisval Burðarvirki er steyptar súlur og plötur. Steyptir kjarnar fyrir lagnir, stiga og lyftu afstífa bygginguna. Burðarvirkið er skipulagt með tilliti til sveigjanleika fyrir skrifstofurekstur. Form byggingarinnar hefur tengsl við skipsskrokk og er gerður skýr munur á stafni og skut. Lárétt viðarklæðning er valin til að skírskota til bátsþilja, og efnisval og form taka einnig mið af skut Norveg-safnsins. Einnig næst samhengi í efnisvali við viðarklædd hús þorpsins sem nú er að taka á sig bæjarmynd. ■ 68 avs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.