Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 9

Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 9
N I Ð U R S T Ö Ð U R Niðurstöðurnar eru settar fram með dæmum úr gögnunum um frásagnir sem þátttakendur veittu. Rannsakendur greindu sex þemu sem einkenndu upplifun útsetta foreldrisins af foreldraútilokun og útilokandi hegðun: 1) aðferðir, 2) fjarlægð, 3) kerfið, 4) geðheilsa, 5) heimilisofbeldi, og 6) spjörun. Skýringarmynd 1 sýnir kort yfir þemu og undirþemu sem greind voru. AÐFERÐIR Útsettir foreldrar nefndu mörg mismunandi en ákveðin hegðunarmynstur sem eru útilokandi og hafa skaðleg áhrif á andlega velferð, bæði hjá útsetta barninu og útsetta foreldrinu. Það voru 152 tilvísanir í 80 gagnaatriði í gagnasafninu ( fjöldi = 126). Sex undirþemu voru greind í flokknum „Aðferðir“. Tilfinningaleg stjórnun Þær aðferðir sem oftast voru nefndar voru flokkaðar sem leiðir til tilfinningalegrar stjórnunar. Margir foreldrar ( fjöldi = 9) sögðu útilokunarforeldrið „heilaþvo“ barnið. Gögnin innihéldu dæmi þar sem útilokunarforeldrið krafði barnið um tryggð. Þau bjuggu til þessi staðföstu viðbrögð með því að ala á ótta og sektarkennd hjá barninu, hóta barninu eða draga sig í hlé frá því, eða með því að refsa barninu með öðrum hætti ef það reyndi að nálgast útsetta foreldrið eða sýna því stuðning. Móðir þeirra er búin að stjórna þeim, ljúga að þeim og heilaþvo þau í 22 ár og ef það er eitthvað við okkur sem þau kunna að meta þá lætur hún þeim finnast eins og þau séu að svíkja hana. Þegar barnið mitt gerir eitthvað með mér þá gerir móðir hennar henni lífið leitt eða vill ekkert með hana hafa. Útsettir foreldrar lýstu því hvernig útilokunar- foreldrið notaði útsetta foreldrið eða barnið „eins og peð í valdatafli”. Þau eru meistarar í að ráðskast með aðra og viðhalda ímynd út á við. Börnin verða hjálparlaus í slíkum aðstæðum. Margar athugasemdir snerust um að útilokunar- foreldrið veitti barninu óviðeigandi upplýsingar til að snúa því gegn útsetta foreldrinu. Þetta felur meðal annars í sér að demba umkvörtunarefnum sínum yfir barnið og segja því eitthvað neikvætt varðandi sambandið á milli þeirra foreldranna. [Hún] léttir á … sinni tilfinningalegu byrði við 5 ára barnið okkar. Hvatt til óhlýðni og afstöðu Margir útsettir foreldrar lýstu því hvernig útilokunarforeldrið hvatti barnið til að óhlýðnast útsetta foreldrinu og vanvirða það fyrirkomulag sem ekki hentaði útilokunarforeldrinu. Hún var stöðugt að senda honum textaskilaboð og segja honum að bjóða mér byrginn og gera mig þannig reiðan. Báðum sonum mínum var talin trú um að þeir þyrftu ekki lengur að sýna mér, dómsúrskurðinum eða yfirlýsingunni um forsjá virðingu. Útsettir foreldrar lýstu aðstæðum þar sem börnunum var kennt að standa eingöngu með útilokunarforeldrinu og að skilja sig frá þeim sem gætu hugsanlega hindrað útilokunarherferðina. Báðir synirnir voru einnig hvattir til að halda sig frá þeim sem höfðu stutt mig í gegnum skilnaðinn, þar á meðal voru margir ættingjar sem voru þeim nánir þegar þeir voru að alast upp. Röskun á samverutíma útsetts foreldris og útsetts barns. Svörin vörpuðu ljósi á leiðir sem útilokunarforeldrar notuðu til að trufla samverutíma útsetta foreldrisins með barni þeirra. Til dæmis lýstu margir foreldrar því hvernig útilokunarforeldrið er stöðugt að ónáða með símtölum og skilaboðum. 9 GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.