Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 15

Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 15
SPJÖRUN Þrjátíu og sex af 126 svörum innihéldu tilvísanir sem fengu gildi undir þessu þema og það voru alls 65 tilvísanir í þessum svörum. Þessar athugasemdir bentu til ákveðinnar spjörunar og sýndu almenn merki um æðruleysi og von þrátt fyrir foreldraútilokun. Ég einsetti mér að læra meira um [foreldraútilokun]… að rífa mig upp og hlúa að líkamlegri, andlegri og tilfinningalegri heilsu. Það koma enn upp augnablik þar sem ég finn fyrir örvæntingu, oftast þegar ég er ein/n. Ég sakna stelpunnar minnar mjög, mjög mikið. Ég er og var mjög gott foreldri. Það eru ótalmargir sem sjá/sáu það og minna mig á það. Ég á þessa framkomu ekki skilið. Ekki heldur dóttir mín. Ég mun ekki gefast upp. Ég verð alltaf til staðar fyrir stelpuna mína. Meðferð. Lítill hluti útsettra foreldra minntist á sálfræðimeðferð í frásögnum sínum. Í byrjun átti ég erfitt með að takast á við þetta allt saman en ég fór í mikla meðferðarvinnu [sem]… gerði mér kleift að takast á við álag, hafa stjórn á tilfinningum mínum, eiga skýrari samskipti og vera meðvitaðri um sjálfa/n mig og aðra í kringum mig. Félagslegur stuðningur Lítill hluti útsettra foreldra( fjöldi = 5) minntist sérstaklega á þann stuðning sem þeir fengu frá tengslanetinu sínu, hvort sem það var fjölskylda eða vinir. Ég er þakklátur fyrir að ég hef stuðning frá fjölskyldu og vinum og þá sérstaklega frá kærustunni minni. Sjálfsmenntun Útsettir foreldrar sýndu fram á töluverða þekkingu sem þeir höfðu sjálfir aflað sér, sem og viðvarandi sjálfsmenntun, sem ein leið spjörunar. Það sem er öðruvísi í þetta sinn er að ég er loksins hætt/ur að hafa sektarkennd vegna fortíðarinnar. Ég vissi alltaf að þetta væri ekki mér að kenna en núna trúi ég því virkilega vegna þess að ég bý yfir þessum upplýsingum. Fyrir mér hefur það verið algjörlega magnað að finna loksins fyrir viðurkenningu og réttmætingu á einhverju sem ég vissi innst inni að væri algjörlega satt. Fræða aðra. Annað undirþema undir spjörun var frumkvæði í að fræða aðra og kappkosta við það. Ég hef reynt að vekja samfélagið í kringum mig til meðvitundar. Von um sameiningu á ný. Fjölmargir útsettir foreldrar létu í ljós von um að útsetta barnið myndi einn daginn sameinast þeim á ný. Ég bið og vona að einn daginn muni synir mínir leyfa sér að efast um hinar nýju skoðanir sínar á mér. Ég vona að þeir muni leyfa sér að sjá hvers virði það er fyrir þá að hafa mig í lífi sínu. Æðruleysi Fjölmörg dæmi um undirliggjandi seiglu og æðruleysi voru meðal útsettra foreldra. Það sem hjálpar mér er að sjá til þess að hver einasta mínúta með barninu mínu sé dásamleg og ánægjuleg. Þegar barnið mitt er ekki með mér vil ég að hann muni eftir góðu stundunum sem við áttum saman og muni alltaf eftir því að ég er að berjast fyrir því að fá hann heim. Ég kýs að sætta mig við það að ég get ekki breytt hlutunum þegar í stað og að það mun taka tíma. Það er bara eitt sem ekki er hægt að slíta… ást okkar á hvoru öðru og sú staðreynd að barnið mitt vill koma heim. Virk spjörun, eins og sjálfsmenntun og aukin meðvitund, virtist vera hjálpleg leið til að þola tilfinningalegt álag, auka sjálfsgetu í annars valdalausri stöðu og líklega sporna gegn (stigmagnandi) geðrænum vanda. 15 GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.