Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 3

Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 3
Í þessu þriðja tölublaði Leyfi til að elska birtum við þýðingu á rannsókn á upplifun útilokaðra foreldra af foreldraútilokun. Rannsakendur eru þrír og koma frá Háskólanum í Tasmaníu, Ástralíu. Greinin birtist fyrst í ritrýnda vísindaritinu The American Journal of Family Therapy árið 2022. Rannsakendur greindu sex þemu sem einkenndu upplifun útsetta foreldrisins af foreldraútilokun og útilokandi hegðun: 1) aðferðir, 2) fjarlægð, 3) kerfið, 4) geðheilsa, 5) heimilisofbeldi, og 6) spjörun (e. coping mecanism). Engin sambærileg rannsókn hefur verið gerð á Íslandi en búast má við að einkenni og afleiðingar foreldraútilokunar hér á landi séu þær sömu og annars staðar í heiminum. Þó má gera ráð fyrir að smæð samfélagsins á Íslandi auki enn á þann kerfisvanda sem mætir útilokuðum foreldrum. Þekking á foreldraútilokun hér á landi er ákaflega takmörkuð sem veldur því að þau úrræði sem útilokað foreldri ætti að geta nýtt sér s.s. barnavernd, sýslumannsembættin og dómstólar gera ekki greinarmun á foreldraútilokun og því þegar barn hafnar samskiptum við foreldri af raunverulegri ástæðu. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi árið 2019 Moldóvska ríkið fyrir vanrækslu sem leiddi til þess að móðir missti alfarið samband við syni sína vegna foreldraútilokunar. Niðurstaða dómsins var sú að barnaverndaryfirvöld hefðu átt að þekkja einkenni foreldraútilokunar á frumstigi útilokunarinnar. Með rangri greiningu (skorti á þekkingu á foreldraútilokun) hefðu yfirvöld í raun lagst á sveif með föður drengjanna og stuðlað að varanlegu tengslarofi þeirra við móður sína. Innan þess þrönga hóps sálfræðinga sem taka að sér að vera dómkvaddir matsmenn hér á landi er ekki aðeins um skort á faglegri þekkingu á foreldraútilokun að ræða heldur verulega fordóma í garð hugtaksins og þeirra sem telja sig vera þolendur foreldraútilokunar. Í forsjármálum fara dómkvaddir matsmenn í raun með rannsóknar- og dómaravald því afar sjaldgæft er að dómarar í forsjármálum dæmi gegn matsgerðum sérfróðra matsmanna. Skaðinn sem það veldur útilokuðum börnum og foreldrum að sérfróðir matsmenn í málefnum þeirra séu fáfróðir og fordómafullir er því ómældur. Brýn þörf er á fræðslu og faglegri umræðu um þetta málefni innan fagstétta sem það snertir. Sú vinna þarf að byggja á sannreyndri þekkingu og ritrýndum rannsóknum vísindamanna, bæði innlendra og erlendra. Árið 2019 gerðu þrír hjúkrunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri viðamikla rannsóknaráætlun um áhrif foreldraútilokunar á andlega og líkamlega heilsu útilokaðra foreldra. Fullt tilefni væri til að dusta rykið af þeirri áætlun og hrinda rannsókninni í framkvæmd. Sjá https://skemman.is/ handle/1946/33930. Foreldrajafnrétti og rannsóknasjóður Heimis Hilmarssonar, Leyfi til að elska, hvetur nemendur og fræðafólk á sviði sálfræði, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræði og annarra fræðasviða sem málið varðar til að beina rannsóknum sínum að þessu mikilvæga málefni. Hægt er að sækja um styrki hér: https://foreldrajafnretti.is/rannsoknasjodur Ritstjórn Mannréttindadómstóll Evrópu gerir kröfu til ríkja að barnaverndaryfirvöld þekki einkenni foreldraútilokunar. 3 LEYFI TIL AÐ ELSKA FORELDRAJAFNRÉTTI

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.