Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 18

Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 18
ÚTSETTIR FORELDRAR OG HEIMILISOFBELDI Nokkrir þátttakendur lýstu fyrri atvikum þar sem þeir urðu fyrir ofbeldi af hendi útilokunarforeldrisins, sem síðan leiddi til sambandsslita og að lokum til foreldraútilokunar. Þessar lýsingar eru í samræmi við frásagnir sem fram koma hjá Baker og Fine (2014). Kelly og Johnston (2008) lýstu ofbeldi í nánu sambandi sem hegðunarmynstri í sambandi sem notað er til að öðlast og viðhalda stjórn yfir maka. Þær lýstu „óttastjórnunarofbeldi“ sem hegðun þar sem gerandinn beitir kúgun, tilfinningalegri stjórnun, einangrun, dregur úr eða þrætir fyrir hegðun sína og beitir börnunum í stjórnsemi sinni. Líta má á útilokandi hegðun sem ofbeldi í formi óttastjórnunar gagnvart fyrrum maka. Í foreldraútilokun er stjórn og valdi yfir fyrrum maka viðhaldið með því að stýra samskiptunum sem útsetta foreldrið hefur við barnið. Þetta gæti flokkast sem framlenging á heimilisofbeldi að loknum skilnaði, þar sem ofbeldisfullur fyrrverandi maki heldur áfram að beita fyrrum maka og börnin sín ofbeldi. Útsettir foreldrar í þessari rannsókn lýstu útilokandi hegðun sem tegund af „ekki-líkamlegu“ ofbeldi gegn börnum sem kerfið metur ranglega eða hunsar. Hér er því haldið fram að sú hegðun eða þær aðferðir sem útilokunarforeldar beita, sem og afleiðingarnar af þeim, eigi að flokkast sem ofbeldi gegn börnum. Í Ástralíu er tilfinningalega ill meðferð (einnig þekkt sem „tilfinningalegt ofbeldi“ eða „sálrænt ofbeldi“) skilgreind sem „óviðeigandi munnlegur eða táknrænn verknaður foreldris í garð barns“ eða „hvers konar viljandi hegðun af hálfu foreldris sem ekki er almennt samþykkt sem eðlilegt atferli og er verulega líkleg til að valda barni líkamlegum eða andlegum skaða“ (What Is Child Abuse and Neglect?, e.d.). Nánar tiltekið mætti líta á útilokandi hegðun sem hvaða samsetningu sem er af eftirfarandi tegundum tilfinningalega illrar meðferðar eins og þær eru tilgreindar af Australian Institute of Family Studies (What Is Child Abuse and Neglect?, e.d.): Spilling : Foreldrið spillir barninu félagslega, hvetur það til andfélagslegrar hegðunar og óhlýðni (sbr. „Hvatt til óhlýðni og bandalags“). Einangrun : Foreldrið kemur í veg fyrir félagsleg samskipti barnsins og kemur í veg fyrir að barnið myndi félagsleg tengsl (sbr. „Truflar samverustundir útsetta foreldrisins og útsetta barnsins“ og „Afmáir útsetta foreldrinu úr lífi barnsins“). Skelfing : Foreldrið býr til andrúmsloft sem einkennist af ótta sem sannfærir barnið um að heimurinn sé fjandsamlegur og óútreiknanlegur (sbr. „Tilfinningaleg stjórnun“ og „Ófrægingarherferð gagnvart útsetta foreldrinu“). ÚTSETTIR FORELDRAR OG SPJÖRUN Á jákvæðari nótum, þá leiddi þessi rannsókn í ljós skýrar vísbendingar um spjörun og seiglu meðal útsettra foreldra. Margir útsettir foreldrar taka á það ráð að lesa sér til í þeim tilgangi að hámarka eigin skilning og spjörun, að fræða aðra til að auka stuðning við alla þá sem foreldraútilokun snertir, að leita eftir og nýta stuðning fjölskyldu og vina, og almennt nálgast aðstæðurnar með seiglu og af æðruleysi (Clarkson og Clarkson, 2008; Rand, 2010). Þessar niðurstöður eru í samræmi við tillögur Baker og Fine (2014) varðandi spjörun gagnvart foreldraútilokun. Þessi niðurstaða hefur jákvæð áhrif á meðferðarleiðir þar sem unnið er með foreldraútilokun. Í þeim niðurdrepandi og kvíðavaldandi aðstæðum sem myndast við lagalega eða meðferðarlega íhlutun vegna foreldraútilokunar getur seigla virkað sem verndandi þáttur fyrir útsetta foreldra. Þetta viðhorf og hegðun spjörunar gefur einnig til kynna að sumir (ef ekki flestir) útsettir foreldrar séu afar áhugasamir skjólstæðingar, reiðubúnir til að gera nauðsynlegar breytingar, og tilbúnir í að takast á við hindranir af sálrænum eða öðrum toga svo þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu eins vel og hægt er. Líklegt er að þátttaka í sérhæfðri fjölskyldumeðferð vegna 18 GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.