Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 16

Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 16
U M R Æ Ð U R Þessi rannsókn kannaði frásagnir útsettra foreldra eftir sambandsslit við útilokunarforeldrið í þeim tilgangi að öðlast betri skilning á sjónarmiðum þessa hóps sem hingað til hefur lítið verið rannsakaður. Stórt gagnasafn ( fjöldi = 126), sem innihélt hugleiðingar útsettra foreldra og frásagnir þeirra sjálfra, veitti nákvæma mynd af sjónarmiðum og reynslu útsettra foreldra af foreldraútilokun og útilokandi hegðun. Þetta er í mótsögn við fyrri rannsókn sem, þrátt fyrir að hafa beinst að upplifun útsettra foreldra, náði eingöngu til fárra úrtaka eða byggðist á gögnum sem ekki komu frá foreldrunum sjálfum. Þessi rannsókn byggir á fræðunum og er á sama tíma stórt og yfirgripsmikið framlag til þeirra. Hún gefur okkur enn betri sýn á og hugmynd um hvað það þýðir að vera útsett foreldri. ÚTSETTIR FORELDRAR OG ÚTILOKUNARAÐFERÐIR Foreldraútilokuninni sem þátttakendur í þessari rannsókn upplifðu var beitt með blöndu af aðferðum og hegðun af hálfu útilokunarforeldrisins. Þar á meðal er tilfinningaleg stjórnun, hvatning til að óhlýðnast útsetta foreldrinu og bandalag með útilokunarforeldrinu, truflun á tíma útsetta foreldrisins með barninu, að leyna útsetta foreldrið upplýsingum, að rægja útsetta foreldrið, að þurrka útsetta foreldrið út úr lífi barnsins bæði á raunverulegan og táknrænan hátt. Fyrri rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að foreldraútilokun og útilokandi hegðun getur orðið til vegna ágreinings á milli foreldranna, sem síðan leiðir til þess að annað foreldrið kemst í hefndarhug og vill þurrka fyrrum maka út úr lífi barnsins til að „skapa pláss“ fyrir nýjan maka, eða þá að nýtt par reynir að styrkja sín tengsl með því að eiga sameiginlegan óvin (Warshak, 2000). Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir (t.d. Baker og Fine, 2014) sem undirstrikar enn frekar að þessar aðferðir og þessi hegðun á sér raunverulega stað. ÚTSETTIR FORELDRAR OG FJARLÆGÐ Þessi rannsókn sýnir að landfræðileg fjarlægð er stór þáttur í frásögnum margra útsettra foreldra. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem einnig sýna að fjarlægð verður til þess að heimsóknum fækkar og hvernig búferlaflutningar fyrrverandi maka með barnið komi í veg fyrir samband útsettra foreldra við börnin sín (Baker og Fine, 2014; Vassiliou og Cartwright, 2001). Miklu máli skiptir að nokkrir útsettir foreldrar ýjuðu að aðstæðum sem mætti skilgreina sem brottnám barns. Brottnám barna mætti flokka sem öfgakennda birtingarmynd foreldraútilokunar vegna þess að afleiðingarnar af brottnámi barna eru þær sömu og afleiðingar foreldraútilokunar, á þann hátt að útsett foreldri er upprætt úr lífi barnsins, barnið er einangrað frá sínum nánustu, og það eru langvarandi sálfélagslegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að langtímaáhrifin af brottnámi foreldris á barni eru margvísleg. Þar á meðal eru erfiðleikar í samskiptum vegna vantrausts í garð annarra, erfiðleikar við að mynda og viðhalda vináttusamböndum, og klínísk einkenni áfallastreituröskunar (Gibbs o.fl., 2013). Þessar afleiðingar eru í samræmi við þær áhyggjur sem útsettir foreldrar nefndu varðandi velferð barna sinna. Foreldrarnir sem tóku þátt í rannsókninni lýstu yfir áhyggjum af velferð barna sinna. Foreldrarnir sögðu barnið sitt vera „varanlega skaddað“ vegna hegðunar hins foreldrisins og að kerfið væri frekar til þess fallið að viðhalda skaðanum eða gera hann verri, en að draga úr honum. ÚTSETTIR FORELDRAR OG KERFIÐ Rannsóknin leiddi í ljós almenna óánægju með „kerfið“, sem endurspeglaðist í miklum fjölda umkvartana. Það hversu útbreitt þetta þema er, bæði í þessari og fyrri rannsóknum (t.d Baker, 2010; Baker og Darnall, 2006, 2007; Baker og Fine, 2014; Vassiliou og Cartwright, 2001), sýnir hversu miðlægt kerfið er í skynjun og upplifun útsettra foreldra af foreldraútilokun og útilokandi hegðun. Þegar skoðaðar í ljósi fyrri frásagna í fræðunum draga þessar niðurstöður í efa skilvirkni laga- og 16 GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.