Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 14

Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 14
Ég var heimavinnandi móðir. Í dag er ég atvinnulaus vegna þess að ég var ítrekað rekin úr vinnu vegna fjarvista í tengslum við sífelldar ferðir í réttarsal, og vegna heilsufarsvandamála sem orsökuðust af gríðarlegu álagi og þunglyndi. Geðheilsa útsetta barnsins. Útsettir foreldrar sögðust hafa áhyggjur af núverandi og áframhaldandi geðheilsu viðkomandi barna vegna foreldraútilokunar og útlokunarhegðunar. Ég hef gífurlegar áhyggjur af því hvaða afleiðingar þessi hegðun mun hafa á börnin, bæði til skamms tíma og lengri tíma. Geðraskanir meðal útilokunarforeldra Fjölmargir af útsettu foreldrunum sögðu útilokunarforeldrið vera haldið geðröskunum á borð við persónuleika- raskanir, eða að það hafi átt fyrri sögu um útilokun eða misnotkun. Hver sem er, bæði karlar og konur, geta beitt útilokandi hegðun. Ég finn til með þeim, þau eru veik og gera sér ekki grein fyrir því. Þau eru djúpt særð á sálinni en þau gangast ekki við þeim sárum… Margar frásagnir bentu til þess að útsettir foreldrar líti á útilokandi hegðun sem birtingarmynd persónulegra og sálfélagslegra erfiðleika hjá útilokunarforeldrinu. Það vekur sérstaka athygli hversu oft var minnst á sjálfsdýrkun. Foreldraútilokun felst í margslungnum samskiptum innan fjölskyldna og í ljósi þess var heimilisofbeldi greint sem eitt þema. HEIMILISOFBELDI Það voru 85 tilvísanir í gögnunum sem fengu gildi undir þessu þema og borin voru kennsl á þrjú undirþemu. Foreldraútilokun sem ofbeldi gegn börnum Mikið var vísað til þeirrar hugmyndar að útilokandi hegðun sem leiðir til foreldraútilokunar sé það sama og ofbeldi gegn barni. Í heildina vísuðu 53 af 126 útsettum foreldrum beint til þeirrar hugmyndar. Sumir lýstu yfir áhyggjum af því hvernig útilokandi hegðun hefur í för með sér tilfinningalegan skaða. Það er ein tegund ofbeldis að vekja upp falskan ótta hjá útilokuðu barni til að halda því frá foreldrum. Það hefur enginn rétt til þess að ráðskast með hugsanir barns. Það er rangt og það þarf að stöðva það. Ofbeldi í nánum samböndum. Sumir útsettir foreldrar minntust á ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir af hálfu fyrrum maka síns. Þessar frásagnir virtust oft fá viðkomandi útsett foreldri til að muna hvers vegna hann eða hún flúði frá fyrrverandi maka, þrátt fyrir að eiga á hættu útilokun. Ég var 18 ár í hjónabandi sem einkenndist af munnlegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi, þar til ég ákvað loks að skilja við barnsföður minn. Ásakanir Margir útsettir foreldrar gáfu í skyn að þeir hefðu orðið fyrir fölskum ásökunum um heimilisofbeldi – ásakanir sem ýmist hrundu af stað útilokuninni eða gerðu hana verri. Hann sótti um úrskurðaða vernd gegn heimilisofbeldi (að ástæðulausu) til að koma í veg fyrir að ég hefði samband við þá (syni mína). Það liðu sex mánuðir áður en kom til málflutnings, í millitíðinni kvað dómarinn upp úrskurð um tímabundna vernd gegn heimilisofbeldi og lét það koma fram í nemendaskýrslum beggja drengjanna. Beiðnin um vernd gegn heimilisofbeldi var látin falla niður 2 vikum áður en til málflutnings kom, en skaðinn var þegar skeður. Hátt hlutfall frásagna sem ýjaði að heimilisofbeldi varpar ljósi á þau skaðlegu atvik innan fjölskyldna sem tengjast foreldraútilokun. Í stað þess að setja sig í „fórnarlambshlutverkið“ sýndu margir útsettir foreldrar viðhorf og hegðun spjörunar. 14 GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.