Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 19

Leyfi til að elska - mar. 2023, Blaðsíða 19
foreldraútilokunar krefjist skapfestu, seiglu og æðruleysis – þar sem viðkomandi mun þurfa að horfast í augu við grimmilegan andstæðing í útilokunarforeldrinu. ÁLYKTANIR RANNSÓKNARINNAR Þessi rannsókn sýnir að útsettir foreldrar þurfa að takast á við svæsna og alvarlega útilokandi hegðun af hálfu útilokunarforeldrisins. Alvarleikastig þeirra aðferða og hegðunar sem beitt er gefur til kynna að foreldraútilokunin haldi áfram og versni ef ekki er brugðist við. Þessi niðurstaða styður við fyrri rannsóknarniðurstöður um að aðgerðaleysi auki foreldraútilokun (Templer, Matthewson, Haines og Cox, 2017). Tilfinningaleg stjórnun er sérstaklega öflug og útbreidd aðferð meðal útilokunarforeldra. Ályktanir varðandi þetta eru tvíþættar: a) Nauðsynlegt er að veita útsettum börnum hugræna meðferð til að vinna í hugsanaskekkjum þeirra (Templer o.fl., 2017) og b) mögulega þyrfti geðheilbrigðisstarfsfólk og lögfræðingar að meðhöndla foreldraútilokunarmál sem ofbeldi gegn börnum. Rannsóknin undirstrikar einnig að þegar sameina á fjölskyldu á ný er nauðsynlegt að fjölskyldumeðlimir séu líkamlega nálægt hverjum öðrum. Eins og Gardner (1998) mælti með, og Templer o.fl. (2017) styðja, má gera þetta með íhlutun í formi sérhæfðrar fjölskyldumeðferðar fyrir fjölskyldur sem hafa upplifað foreldraútilokun þar sem lykilatriðið er að allir fjölskyldumeðlimir komi saman og það er ekki umsemjanlegt atriði. Útsettir foreldrar í þessari rannsókn líta svo á að kerfið sé brotið, óskilvirkt, fáskiptið og til þess fallið að viðhalda og ýta undir foreldraútilokun. Þessi upplifun ýtir í það minnsta verulega undir vanlíðan útsettra foreldra. Þessar niðurstöður leiða til ýmissa ályktana. Fyrri rannsóknir gefa gagnlegar ráðleggingar fyrir fagfólk sem vinnur með fjölskyldum sem hafa orðið fyrir foreldraútilokun (t.d. Baker, 2010; Templer o.fl., 2017). Í samræmi við markmið þessarar greinar eru hér nefndar tvær ályktanir í tengslum við kerfið. Í fyrsta lagi þarf miðlun á rannsóknum á foreldraútilokun er vera mun meiri, svo hægt sé að ýta undir víðtækari og útbreiddari þekkingu og skilning. Í öðru lagi er áríðandi að geðheilbrigðisstarfsfólk og lögfræðingar vinni saman og hugsanlega er það vænlegasta leiðin til að stöðva foreldraútilokun og koma á endurtengingu milli útsetts foreldris og barns (Templer o.fl., 2017). Með tilliti til heimilisofbeldis benda þessar niðurstöður til þess að hjálplegt væri að líta á útilokandi hegðun sem glæp, rétt eins og líkamlegt ofbeldi. Sumar þjóðir hafa nú þegar glæpavætt þá hegðun sem leiðir til foreldraútilokunar (t.d. brasilísk lög 12 318 eins og vitnað er í hjá Soares, 2010). Fyrri rannsóknir benda til þess að besti möguleikinn til að hefta útilokun sé sá að dómstólar séu skjótir, skýrir og mjög ákveðnir í dómum sínum (Vassiliou og Cartwright, 2001). TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR Þessi rannsókn náði markmiði sínu með því að leggja til gögn í þann gagnagrunn sem til er yfir upplifun útsettra foreldra af foreldraútilokun og útilokandi hegðun. Hins vegar eru nokkrar takmarkanir sem vert er að benda á. Í fyrsta lagi takmarkast núverandi rannsókn af því að hún var byggð á sjálfsmatskvörðum. Frásagnir svarenda voru meðhöndlaðar sem sannar og réttar í þessari rannsókn. Engu að síður er engin leið að staðfesta það að hver einasti þátttakandi hafi í raun verið útsett foreldri. Hugsast getur að einhverjir þátttakenda hafi verið fráhverfir börnum sínum. Einnig er vert að benda á að sjálfsmatskvarðar eru ekki fullkomlega áreiðanlegir þar sem hver frásögn í gögnunum er einhliða, þ.e. einhliða frásögn af upplifun eins einstaklings á kringumstæðunum. Þrátt fyrir að frásagnirnar komi úr stóru, alþjóðlegu gagnasafni er takmarkað hversu mikið við getum alhæft um reynslu útsettra foreldra af útilokun 19 GLEYMDA FORELDRIÐ: FORELDRAÚTILOKUN FRÁ SJÓNARHÓLI ÚTSETTA FORELDRISINS CLARE POUSTIE O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.