Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 21

Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 21
 20 Veiðimaðurinn 21 Laugardalsá – Veiðistaðalýsing tveir; annars vegar í beinu framhaldi af aðalstrengnum þar sem hann fer að hægja ferðina, en þar snardýpkar hylurinn og liggur laxinn þar í kantinum. Þarna má segja að sé helsti tökustaðurinn. En þegar komið er að Blámýrinni óstyggðri – að ekki sé talað um fyrst á morgnana – þá er strengurinn sem meðfram hólnum rennur, þ.e. þar sem áin tekur stefnuna til norðurs á ný, gulls ígildi. Þá er best að koma að hylnum neðan frá, ganga varlega upp með ánni og kasta flugunni í strenginn með landinu og draga hana hratt andstreymis og „strippa“ eins og kallað er. Með þessari aðferð hef ég veitt fjölmarga laxa í rauðabýtið, þegar laxinn uggir ekki að sér eftir nóttina. Ekki má heldur vanmeta litla strenginn sem til suðurs rennur. Margir hafa sett í lax með því að kasta yfir hann og láta fluguna berast út í miðstrenginn og grípur laxinn oft fluguna þegar þangað er komið. Freistandi er að vaða út í veiðistaðinn fram að grjótunum sem þarna standa upp út ánni, til þess að kasta fyrir laxa sem stökkva eða bylta sér langt út í damminum. Betra er að láta það vera. Tökustaðirnir eru nær. Mín reynsla er sú að þegar ég hef sett í lax í Blámýr- inni er affarasælast að lempa hann út af tökustaðnum. Ég veð ána við útfallið og þreyti fiskinn í damminum sjálfum og er þá í rauninni aftan við laxana sem liggja á aðal tökustöðunum í hylnum. Þannig hef ég náð mörgum löxum í beit á þessum stað, þótt oft hafi það ekki gengið áfalla- laust. Má þar um kenna linnulausum loftárásum kríu sem á sér árlega heiður og unga austanmegin árinnar. Hefi ég haft slæm kynni af allmörgum ættliðum þeirrar fjölskyldu sem þarna verpir. Skriðufljót Úr Blámýrinni rennur áin enn til norð- urs í átt að Ísafjarðardjúpi , beygir síðan aftur til austurs og má sjá þar lítinn hyl sem kallaður er Lambatangafljót. Þarna standa grjót upp úr hylnum og gætu laxar leynst við þau, en þarna hefi ég aldri orðið fiskjar var, utan stöku smásilunga. Hylur- inn er auðskyggður og komi menn ekki auga á lax er vænlegast að skunda áfram niður í Skriðufljót sem er einn af betri veiðistöðum í ánni. Vert er að nefna að Lambatangafljót gaf nokkra laxa sumarið 2018 og því er einboðið að gefa því gaum. Í Skriðufljóti má finna laxa lengst af sumri. Þetta er mjög skemmtilegur flugu- veiðistaður, fiskurinn er jafnan frekar ofarlega í hylnum þar sem klettur stendur upp út ánni og segja má að út af honum megi gera ráð fyrir að lenda í laxi. Hérna má sjá tvo strauma og venjulega tekur laxinn í straumnum nær austurbakk- anum ofarlega. Þegar líður á sumarið getur lax legið niður með hylnum, en þá getur verið erfitt að fá hann til að taka. Í Skriðufljóti er tilvalið að bregða undir flugum eða örtúpum með gáruhnút og þar er um að gera að veiða niður hylinn, því lengi getur verið von á einum. Sölvapyttur Manngerður veiðistaður neðan við Skriðufljótið. Ég læt hann venjulega eiga sig enda sjaldgæft að verða fiskjar var þar. Sölvapyttur dregur nafn sitt af samnefndum gröfumanni sem fenginn var til að búa til veiðistaði á þessum kafla árinnar fyrir margt löngu. Það sagði mér Sigurjón heitinn Samúelsson bóndi á Hrafnabjörgum sem lengi var formaður veiðifélagsins og tilsjónarmaður Laugar- dalsár. Nú skundum við að næsta veiði- stað, hinum margfræga Grímhólshyl. Grímhólshylur Við höldum okkur enn austan megin ár og röltum niður í Grímhólshyl. Þangað er spottakorn en sporlatir geta komist langleiðina að þessum veiðistað akandi. Það er torsótt leið og fer ekki vel á því að troðast þangað á jeppa, þannig að hér er mælt með göngutúr. Þetta er eini kaflinn á helsta veiðisvæði Laugardalsár sem krefst slíkt ökutækis, að öðrum stöðum verður komist á jeppling eða fólksbíl. Þá er reyndar undanskilinn troðningurinn upp með efri hluta árinnar, þ.e. á milli vatna. Þar sem áin rennur ofan í Grímhólshyl hefur hún eiginlega snúið við á leið sinni til sjávar. Hún rennur á þessum stutta kafla til suðausturs, eins og hún hafi nú skipt um skoðun og vilji síður renna í „sagði frá Finnboga heitnum Magnússyni skip- stjóra frá Patreksfirði sem veiddi hundrað og fimmtán laxa í Laugardalsá á þremur dögum hér um árið – og flesta þeirra í Blámýrarfljóti“. Laugardalsá rennur lengst af á milli gróinna bakka. Hér er reynt við laxinn í Pontu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.