Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 73
72 Að kasta 139,70 metra
Hercon og Islandia
Sportvörugerðin þjónaði í yfir 50 ár og tvo
ættliði íslenskum stangaveiðimönnum,
fyrst með uppsetningu á Split Cane
veiðistöngum en síðar glassfíberstöngum
bæði undir nafninu Hercon og Islandia.
Stangasmíði Halldórs hófst þegar hann
fór snemma að lagfæra sínar eigin, en
einnig stengur vina sinna síðar. Hann
mun hafa vandað mjög til vinnu sinnar
og góð stöng var honum metnaðarmál. Um
það verða aðrir að vitna en Hercon stöng
finnst vart á bökkum veiðivatna lengur,
heldur er frekar um safngripi að ræða.
En það er viðtal Ásgeirs Ingólfssonar
við Halldór í Lesbók Morgunblaðsins á
aðfangadag árið 1965 sem verður gert hér
að umtalsefni. Halldór rifjar það upp í
viðtalinu að hafa byrjað að veiða í Ósá
við Bolungarvík, en þar slepptu menn
nokkur þúsund laxaseiðum um tíma og
ráku klakhús í frístundum. Hann tók
sinn fyrsta lax í Laxá á Ásum árið 1942,
og lýsir því að áin sú hafi á þeim árum
verið lítt þekkt. Uppáhalds veiðivatn
Halldórs var þó Sogið: „Ég hef veitt alls
staðar í Soginu. Það er glæsileg á. Að kasta
þar er stundum eins og að kasta í hafið,”
segir Halldór sem þar er kominn að aðal
umræðuefni viðtalsins; kasttækni Halldórs
en í fyrri tíð kepptu menn í köstum.
Löng köst
Halldór greinir frá því að fyrstu árin
sem hann veiddi í Soginu notaði hann
„ellefu feta greenhart kaststöng, og
amerískt sjóveiðihjól” [...] „Það þurfti
að kasta langt, helzt að reyna að ná að
hinum bakkanum, hvoru megin, sem
staðið var. Ég gerði endurbætur á hjólinu.
Penn bakelite-hjóli, og gekk mér anzi
vel, eftir að ég gat stillt viðnámið. Ég
átti það í mörg ár. Það var því í upphafi
tilviljun, að ég fór að reyna við löng köst.”
„Það hefur líklega verið um 1950, að ég fór
að taka þátt í kastæfingum, og fannst mjög
gaman. Kastæfingar eru nauðsynlegar fyrir
veiðimenn, enda árleigur háar, og dýrt að
æfa sig við veiðar. Því má líkja við mann,
sem fær sér riffil með sjónauka, án þess að
stilla sjónaukann, eða æfir ekki meðferð
tækisins. Sú grein kastæfinga, sem nefnd
hefur verið hæfnisköst — „hittiköst”, og
miðar að mikilli nákvæmni, hefur náð
miklum vinsældum víða á Norðurlöndum,
einikum í Svíþjóð. Þar stendur gjarnan
Árlega stunda kastæfingar hjá Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur á annað hundrað manns, margir byrjendur, en þó
einnig vanir veiðimenn.
„Það hefur líklega verið um 1950, að ég fór að taka þátt
í kastæfingum, og fannst mjög gaman. Kastæfingar eru
nauðsynlegar fyrir veiðimenn, enda árleigur háar, og dýrt
að æfa sig við veiðar. Því má líkja við mann, sem fær sér riffil
með sjónauka, án þess að stilla sjónaukann, eða æfir ekki
meðferð tækisins“.
Veiðimaðurinn 73