Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Side 35
34 Veiðimaðurinn 35 Veiðin 2018 á svæðum SVFR
Gljúfurá í Borgarfirði fór mjög vel af stað.
Sterkar göngur hófust snemma og allt
stefndi í frábært sumar í ánni. Þrátt fyrir
gott gengi framanaf endaði hún í tæpum
300 löxum sem er 5,7% aukning frá fyrra
ári. Einnig komu óvanalega sterkar göngur
í ána eftir veiðitímann og samkvæmt
teljaranum sem fylgjast má vef á vefnum
(Riverwatcherdaily.com) má sjá stórar
göngur frá 24. september til 24. október.
Þann 23. október gekk til að mynd einn
rígvænn 86 sm fiskur í ána.
Það er einnog áhugavert að sjá mikla veiði-
aukningu í Soginu – Bíldsfelli (128,1%) og
í Korpu (106,2%) þar sem veiðin rúmlega
tvöfaldast milli ára þrátt fyrir að stangar-
nýting hefði getað verið miklu betri. Það
verður spennandi að fylgjast með gangi
mála í Soginu á næstu árum, en búið er að
semja um netin fari upp í Ölfusánni auk
þess sem ákveðið hefur verið að eingöngu
verði veitt á flugu í Soginu. Þess má geta
að Sogið hefur allt til að bera til þess að
vera veitt eingöngu á flugu og má benda
á að um helmingur alls afla árið 2017 var
veiddur á flugu. Margir horfa til þess að
Sogið megi verða griðastaður stórlaxa um
ókomna tíð.
Elliðaárnar
státa af frábærri veiði í sumar og langt yfir
10 ára meðaltali, en þar veiddust um 960
laxar í sumar. Það voru margir kátir veiði-
menn sem stunduðu árnar í sumar enda
ekki óalgengt að þeir kláruðu kvótann á
skömmum tíma. Að vanda veiddust þar
fjölmargir maríulaxar.
Lokatölur
2018 2017 Breyting 5 ára 10 ára
Langá 1635 1701 -3,9% 1596 1831,6
Elliðaár 960 890 7,9% 770,4 902,1
Haukadalsá 641 503 27,4% 711,4 699,273
Hítará 632 494 27,9% 724,6 831,9
Straumfjarðará 349 352 -0,9% 371,8 399,2
Gljúfurá 298 282 5,7% 316,6 361
Korpa 237 115 106,1% 166,2 180,3
Sogið Bíldsfell 146 64 128,1% 126,4 223,1
4898 4401 11,3%
Meðaltöl
Í sumar var síðasta ár samnings SVFR um
Hítará á Mýrum. Það er óhætt að segja
að heilmikil dramatík af náttúrunnar
völdum hafi sett svip sinn á lífið við ána
síðasta þetta sumar. Gríðarstór skriða féll
úr Fagraskógarfjalli þann 7. júlí sem olli
því að áin stíflaðist. Hítará lækkaði mikið
við þetta en fann sér á endanum sér annan
farveg niður í Tálma. Við þessar náttúru-
hamfarir þurrkaðist hluti af veiðisvæðinu
við Hítará upp og því þrengdist veiðisvæðið
talsvert. Fiskgengd var þó góð og veiði
gekk vel.
Hér fylgir tafla með upplýsingum um loka-
tölur í laxveiðiám SVFR bæði 2018 og 2017,
breytingu milli ára auk þess 5 ára og 10
ára meðaltöl.
Miðað við að mikill fiskur var í ánni
þá má ætla að ef að skilyrðin hefðu
verið betri í ágúst hefði auðveldlega
verið hægt að ná 10 ára meðaltalinu.