Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Síða 56
56 Veiðimaðurinn 57 Þegar góð ráð eru dýr má reyna Gammel Dansk
„Ég nýt þess að kasta flugum mínum á
straumvötn sem stöðuvötn frá vori inn í
haust – það er mikilvægt fyrir sálartetrið
og mína andlegu vellíðan að komast reglu-
lega að fallegu vatni með veiðivon.
Og þótt ég hafi verið það lánsamur, eða
kappsamur, gegnum árin að ná að veiða á
mörgum áhugaverðum stöðum hér á landi,
þá er sérstaklega gefandi og gaman að ná
að snúa aftur og aftur að sömu stöðunum
og kynnast þeim við ólíkar aðstæður; á
ólíkum tímum veiðisumarsins, í mismun-
andi veðri, breytilegu vatni, þegar fisk-
urinn er ekki alltaf jafn tökuglaður. Það
er nefnilega mikilvægt að upplifa hæðir
sem lægðir við veiði – og hæðirnar þurfa
alls ekki að þýða einhverja magnveiði.
Fyrir mér þýða hæðirnar frekar að áætlun
gangi upp. Það getur verið flugan sem
var hnýtt veturinn áður sérstaklega fyrir
þennan hyl, röð flugnanna sem ákveðið
var að beita á staðnum, biðin eftir réttu
birtunni sem borgaði sig.
Vinirnir sem veitt er með, eða haldið til
veiða með þótt menn dreifist síðan að
ólíkum víkum eða strengjum, eru afar
mikilvægir við upplifunina, og umfram
allt finnst mér veiðimaðurinn verða að
vera vonglaður. Það er lykilinn bak við
þessar mikilvægu stundir í náttúrunni;
aldrei óánægður, aldrei pirraður, aldrei
að metast; alltaf vonglaður. Í því hugará-
standi er fegurðina við vötnin að finna.“
Svo kemst að orði Einar Falur Ingólfsson,
listamaður, ljósmyndari og blaðamaður.
Hans föstu punktar í veiðinni undanfarin
ár hafa verið Hlíðarvatn í Selvogi í maí –
þrír til sex veiðidagar; Kjarrá í Borgarfirði
í júní; Brunná í Öxarfirði og Húseyjarkvísl
í Skagafirði í júlí; Flekkudalsá í ágúst og
Vatnsdalsá í september.
Að sögn Einars Fals eru allir þessir afar
ólíku staðir í uppáhaldi, en jafnframt eru
fjölmörg önnur ár og vötn sem falla í þann
flokk. Sá listi er langur og nefnir hann því
aðeins Þingvallavatn, Stóru-Laxá, Laxá í
Aðaldal, Víðidalsá, Hofsá, Grímsá,
Tungulæk og Tungufljót.
„Ég hef veitt í tvo áratugi og allt á flugu
fyrir utan nokkra sjóbirtinga á spún í
fárvirðri að hausti fyrir nær tuttugu árum.
Veiði annarsstaðar dettur alltaf eitthvað
inn á milli og tengist gjarnan vinnu minni
sem veiðiljósmyndari og skríbent.“
Að njóta kappseminnar
Andstæðurnar yfirvegun og kapp þykja
Einari vænlegar – í réttri blöndu. Yfirvegun
getur falist í því að spyrjast fyrir og ræða
við veiðimenn sem þekkja svæðið betur –
það borgar sig alltaf, lesa sér til – það getur
líka margborgað sig. Til að mynda með því
að hafa meðferðis bækur sem mögulega
hafa verið gerðar um veiðivatnið.
„Yfirvegun kalla ég líka einbeitinguna
við að „lesa vatnið.“ Það er eitthvað sem
reynslan uppsöfnuð og samtölin við
reynslumeiri og vitrari veiðimenn kenna
árvökulum veiðimanni sífellt betur, að
lesa árbotn í yfirborðinu, flæðið, dýpið;
að geta lagt mat á hvar fiskur haldi sig. Og
hvernig sé best að haga til við veiðarnar
við hverjar aðstæður. Svo er það kappið,
hið glaða kapp, sem er mikilvægt; gleðin
yfir því að vera úti í náttúrunni og eiga
þar von um veiði, og leggja eitthvað á sig
til að áætlunin um töku gangi upp; að
hafa fyrir veiðinni er mikilvægt. Og þar
er ánægjulegt að njóta kappseminnar,
en fara um leið alltaf varlega – og mikil-
Vongleðin færir veiðimanni fegurðina
„Ég hef veitt í tvo áratugi og allt á flugu
fyrir utan nokkra sjóbirtinga á spún í fárvirðri
að hausti fyrir nær tuttugu árum. “
Einar Falur Ingólfsson