Veiðimaðurinn - 01.12.2018, Qupperneq 109
108 Veiðimaðurinn 109 Veiðkonur eru skemmtilegar konur
Þ egar ég gekk í félagið fyrir um
tveimur árum fór ég að skoða vef-
síðu félagsins og sá mjög fljótt
að það var ein kona í stjórn félagsins en
mjög lítið um konur í nefndum og þegar
ég var að skoða þetta þá var engin kona
í árnefnd,“ segir Lilja. „Mér fannst því
alveg nauðsynlegt að konur myndu
vera með innlegg í þessi verkefni eins
og önnur og þess vegna sótti ég um. Síð-
asta vor var síðan haft samband við mig
og mér boðið að ganga í árefnd Langár
sem ég þáði með þökkum.“
„Þegar ég gekk í félagið fyrir um tveimur
árum fór ég að skoða vefsíðu félagsins
og sá mjög fljótt að það var ein kona í
stjórn félagsins en mjög lítið um konur í
nefndum og þegar ég var að skoða þetta
þá var engin kona í árnefnd,“ segir Lilja.
„Mér fannst því alveg nauðsynlegt að
konur myndu vera með innlegg í þessi
verkefni eins og önnur og þess vegna sótti
ég um. Síðasta vor var síðan haft samband
við mig og mér boðið að ganga í árefnd
Langár sem ég þáði með þökkum.“
Á hverju vori koma árnefndir saman til
að standsetja veiðihús og merkja veiði-
staði. Á meðal algengra verkefna er að
mála veiðihús að innan eða utan, bera á
útihúsgögn, háþrýstiþvo stéttir og jafnvel
setja niður kartöflur fyrir komandi sumar.
Á haustin koma árnefndirnar svo aftur
saman til að ganga frá fyrir veturinn. Er
þá jafnframt rennt fyrir lax eða silung –
það er umbunin fyrir starfið.
Var vel tekið
Lilja segist ekki hafa haft neinar fyrir-
framákveðnar hugmyndir um árnefndar-
störfin. „Ég var ekki með neinar sér-
stakar væntingar heldur mætti bara upp
í Langárbyrgi, veiðihús Langár, þegar ég
var boðuð þangað síðasta vor. Þar hitti ég
árnefndarmenn í fyrsta skiptið og tóku
þér mér strax mjög vel. Mér fannst allir
vera ánægðir að fá mig og Kristínu til
starfa - ánægðir með að fá smá fjölbreytni
í nefndina. Við fórum nokkrar ferðir upp
í Langá að vinna síðasta vor og tókum til
hendinni. Þetta var skemmtilegt og alls
ekki erfið vinna.“
Þegar Lilja gekk í árnefndina hafði hún
aldrei veitt í Langá en það breyttist auð-
vitað í haust þegar hún lokaði ánni með
árnefndinni.
„Mér finnst Langá æðisleg á,“ segir Lilja.
„Það eru ótrúlega margir veiðistaðir í ánni
og ég heillaðist af fjölbreytileikanum og
auðvitað náttúrufegurðinni. Í Langá er
þægilegt að komast að veiðistöðum og
fiskurinn er mjög víða. Síðan er ekki verra
að við veiðihúsið sjálft eru Hvítstaðahylj-
irnir, sem eru mjög fallegir veiðistaðir,
sem ég tengdi vel við.
Það er nú oft þannig að í árnefndum eru
reyndir veiðimenn og þannig er það í
árnefnd Langár. Mér þótti mjög gaman
að kynnast þessum mönnum og spjalla
við þá um veiði. Það var mjög fræðandi
og áhugavert.“
Hvetur konur til að sækja um
Spurð hvers vegna hún telji að fáar konur
séu í árnefndum varar Lilja: „Ég held
kannski að konur hafi ekki endilega sóst
eftir því að vera í árnefndum en ég myndi
hiklaust hvetja þær til þess. Ég hef það
á tilfinningunni að konur séu almennt
að opna augun betur fyrir stangaveiði-
nni. Þegar ég tala um veiði við konur þá
finnst mér þær nánast alltaf vera mjög
spenntar. Ég hef enn ekki hitt konu, sem
hefur prófað að fara í veiðiferð og sagt á
eftir að henni hafi fundist leiðinlegt. Það
er örugglega til í dæminu en ég hef ekki
hitt neina slíka. Síðan hef ég líka komist að
einu og það er að veiðikonur eru almennt
alveg ótrúlega skemmtilegar konur.“
„Þá náði ég maríulaxinum og hann mér“
Lilja kynntist fyrst laxveiði fyrir níu árum
þegar hún fór í sína fyrstu veiðiferð.
„Ég held kannski að konur hafi ekki endilega sóst eftir því að
vera í árnefndum en ég myndi hiklaust hvetja þær til þess. Ég
hef það á tilfinningunni að konur séu almennt að opna aug-
un betur fyrir stangaveiðinni“.
„Það eru ótrúlega margir veiðistaðir í ánni og ég heillaðist
af fjölbreytileikanum og auðvitað náttúrufegurðinni“.