Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 5

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 5
Þ að var bjartsýni í lofti meðal stangveiðimanna í Reykjavík vorið 1939. Stangaveiðifélag Reykja- víkur var stofnað þann 17. maí það ár eins og ítarlega hefur verið fjallað um á 80 ára afmælisári félagsins. Í fyrra afmælisblaði SVFR á þessu ári fjölluðum við um upprunann og höldum áfram nú. Á næsta ári gefst svo tilefni til að fagna enn frekar þegar málgagn stangveiðimanna fagnar 80 ára afmæli en Veiðimaðurinn kom fyrst út árið 1940. Líf legt afmælisár SVFR er senn að baki. Boðið hefur verið upp á fjölmarga skemmtilega viðburði eins og fjallað er um í blaðinu og framundan er líflegt félagsstarf fram á vor þar til stangveiði- menn halda á veiðislóð á ný. Vetrar- myrkrið reynir á þolrifin en hvað er þá betra en að grípa góða veiðibók í hönd, hnýta girnilega flugu sem mögulega slær í gegn eða segja góðar veiðisögur? Já eða auka þekkingu sína? Ný fræðslunefnd SVFR er kynnt til leiks í blaðinu sem ætlar að bjóða upp á metnaðarfullt starf á nýju ári og stytta veiðimönnum biðina eftir fyrstu köstunum. Mikill metnaður einkenndi fyrstu starfsár SVFR. Félagið var stofnað til að tryggja framtíð laxveiði í Elliðaánum en félags- starfið var ekki síður mikilvægt á fyrstu árum félagsins. Blásið var til að mynda til árshátíðar þar sem Albert Einarsson, gjaldkeri félagsins, var fremstur í flokki. Albert stofnaði árið 1940 verslunina Veiði- manninn, eins og fjallað erum í blaðinu, til að tryggja veiðimönnum sómasam- legan búnað til að reyna sig við villtan Atlantshafslaxinn. Þá var ekki auðvelt að flytja veiðidót til landsins og fyrstu árin þurftu veiðimenn jafnvel að sætta sig við notaðan búnað því annað var ekki hægt að fá, 14-17 feta stangir frá Hardy voru staðalbúnaður. Albert bauð einnig upp á stangir frá franska fyrirtækinu Pezon & Mitchell sem bjuggu m.a. til veiðistangir fyrir Hemingway. Í verslun hans voru veiðileyfi SVFR jafnframt afgreidd á fyrstu árunum. Þá kostaði dagur í Elliða- ánum 75 krónur og félagsmenn höfðu að jafnaði einn dag í viku til að reyna sig við þann silfraða. Veiðimaðurinn var fyrsta sérvöruverslun landsins með veiðivörur en í dag eru fjölmargar glæsilegar versl- anir sem veiðimenn geta skipt við og til marks um hversu þungt landsmenn eru haldnir af veiðidellunni. Árshátíð SVFR var endurvakin síðastliðið vor í tilefni 80 ára afmælis félagsins og fór hún fram á Hótel Sögu. Þar var dansað eins og á fyrstu árum Stangó. Boðið var reglulega til skemmtikvölda í Þjóðleik- húskjallaranum þar sem var m.a. boðið upp á veiðikvikmyndir frá liðnu sumri og svo dansæfingar í kjölfarið. Því ekki að endurtaka leikinn? Veiðimaðurinn lagði strax frá upphafi áherslu á að kenna mönnum góða siði á bakkanum og veita ráð um veiðiaðferðir og búnað. Framandi flugur voru jafnframt kynntar til leiks og Veiðimaðurinn er enn við sama heygarðshornið. Í þessu blaði kynnumst við litríkum listaverkaflugum Harðar Filipssonar sem hnýttar eru úr verðmætum fjöðrum framandi fugla. Flugurnar leika í höndum Harðar sem hnýtir þær að hætti gömlu meistaranna. Forsíðu blaðsins prýðir Green Highlander sem Hörður er við það að leggja loka- hönd á en hann á einstakt safn flugna sem aðalsmaðurinn Traherne hannaði á sínum tíma og kom með eins og sprengja inn á markaðinn undir lok 19. aldar. Mannskepnan hefur með brölti sínu þrengt víða að laxinum og nú er svo komið að stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur ákveðið að breyta veiðifyrirkomulagi í Elliðaánum næsta sumar. Aðeins verður veitt á flugu og skal öllum veiddum laxi sleppt. Mark- mið breytinganna er að tryggja framtíð laxins í Elliðaánum en stofn ánna á undir högg að sækja samkvæmt nýrri rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Í yfirlýsingu stjórnar félagins sem lesa má í heild sinni á næstu síðum segir meðal annars: „Nýverið voru niðurstöður rannsóknar á laxastofni Elliðaánna kynntar fyrir stjórn SVFR. Fiskifræðingar Hafrann- sóknarstofnunar rannsökuðu vöxt og við- gang stofnsins, þróun yfir áratuga langt tímabil, fjölda gönguseiða, veiðihlutfall o.fl. ... Niðurstöður vísindamannanna kalla á aðgerðir sem hafa það að mark- Almenningsíþrótt verður til 4 Veiðimaðurinn 5 Leiðari Mikill metnaður einkenndi fyrstu starfsár SVFR. Félagið var stofnað til að tryggja framtíð laxveiði í Elliðaánum en félagsstarfið var ekki síður mikilvægt á fyrstu árum félagsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.