Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 17
ÚT Á GRANDA ÚT Á GRANDA
Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940
VEIDIPORTID.IS
Full búð af
toppmerkjum á
flottum verðum
16 Fréttir
Á hátíðarfundi stjórnar SVFR þann 17. maí
var Guðrún E. Thorlacius, félagsmaður nr.
1, sæmd gullmerki félagsins. Um 78 ár eru
liðin frá því að hún skráði sig í SVFR fyrst
kvenna. Fundurinn var haldinn í Baðstofu
iðnaðarmanna, þar sem félagið var stofnað
fyrir 80 árum. Meðal stofnfélaga var faðir
Guðrúnar, Einar Tómasson, kolakaup-
maður og annálaður stangveiðimaður.
Guðrún er fædd árið 1925 og gekk hún í
SVFR 16 ára gömul, árið 1941. Hún veiddi
lengi vel með föður sínum og kenndi
afkomendum sínum síðar handtökin við
árbakkann. Hluti þeirra var viðstaddur
athöfnina.
Guðrún var hrærð við móttöku gullmerkis-
ins, enda hafa aðeins 18 verið sæmdir því.
Í þeim hópi eru menn á borð við Ásgeir
Ásgeirsson, fyrrverandi forseti Íslands,
Ólafur Noregskonungur, borgarstjórar
Reykjavíkur, fyrrverandi formenn SVFR
og Edda Dungal starfsmaður félagsins til
langs tíma.
Formaður SVFR, Jón Þór Ólafsson, sagði
við athöfnina að auk heiðursins fengju
gullmerkjahafar SVFR veiðidag í Elliða-
ánum. „Ég á leyfi þar 5. júlí!“ sagði Guðrún
kankvís og klár í slaginn á bakkanum.
Til hamingju.
Félagi númer eitt hlýtur gullmerki SVFR