Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 67

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Page 67
rokið upp. Þessi fjárfesting mín, að hafa átt þessar fjaðrir, er mun betri heldur en bestu hlutabréf sem ég hef nokkru sinni átt. Ég er voða ánægður með að hafa misst mig á sínum tíma og geta fengið eitthvað af fjárfestingunni til baka.“ Leitin að listinni Það er ekki mikið af upplýsingum að finna um klassískar laxaflugur á netinu og segist Hörður hafa þurft að leita sér upplýsinga víða. En hannar hann sínar eigin fjaðraflugur? Má það? „Já svo sannarlega. Fyrir einhverjum árum byrjaði ég að hanna mínar eigin flugur. Mér finnst það ótrúlega gaman. Þær eru í klassískum stíl en ég hanna mín eigin mynstur,“ segir hann og dregur fram sérviskulega útgáfu að hætti hússins. „Hún var hönnuð fyrir viðskipta- vin sem kom aldrei til að sækja fluguna en bíður nú nýs eiganda. Að dunda með eina flugu í þrjá til fjóra daga og ögra sjálfum sér er einstakt. Stundum er allt vonlaust, stundum gengur allt upp. Þetta er ofboðs- lega flókið stundum, sérstaklega þegar þú ert að kljást við flóknustu flugurnar. Líka þegar þú ert að hanna eitthvað sjálfur og teiknar einhverja vitleysu sem er nánast ógerlegt að hnýta. En þá eru verðlaunin líka meiri þegar maður er búinn með hana. Þá hugsar maður með sér. Já, þetta gat ég! Það finnst mér mest spennandi við þetta, að ögra sjálfum sér og búa til eitthvað nýtt og að geta hnýtt klassísku flugurnar í upprunalegri mynd. Veiðidellan er ótrúlegt fyrirbæri og Hörður viðurkennir það en best líður honum í góðra vina hópi á bakkanum þar sem ekki er sótt of stíft á miðin. Þar sem svigrúm er gefið til að segja góðar veiðisögur og hlæja saman ekki síður en að kasta flugum fyrir spræka fiska. Hörður er þakklátur Helga Þórðarsyni, Valgarði Erni Ragnarssyni og fleirum góðum veiðifélögum fyrir að opna fyrir sér töfra fluguhnýtinganna. „Þeir eru allir þrusugóðir hnýtarar og þegar ég var að veiða með þeim hugsaði með mér: Mikið væri nú gaman að veiða á flugu sem maður hnýtir sjálfur. Valli sem var að vinna hjá mér á þeim tíma þegar ég var að byrja að veiða kenndi mér hell- ing. Meðal annars að veiða. Svo fékk ég bara delluna ... að hnýta á kvöldin í stað- inn fyrir að horfa á sjónvarpið. Því betri tökum sem maður náði á hnýtingunum því meira gaman varð þetta. Uppáhaldsflugurnar? „Green Highlander, Popham og Butcher eru mínar uppáhaldsflugur. Ég hef fengið lax á Hálendinginn og Slátrararann en Popham bíður eftir sínu tækifæri.“ „Það er ekkert eðlilegt við að kasta 200 þúsund króna flugu út í á,“ Blue Boyne stærð 6/0. Vantar þig flugu? Sendu Herði línu á hfilips@simnet.is Veiðimaðurinn 67 66 Litríkar listaverkaflugur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.