Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 24
Eɷir
Sigurð Héðinn, myndskreytingar eftir Sól Hilmarsdóttur
Að lesa vatn þýðir að átta sig á því
hvar fiskurinn liggur í ánni – og
það getur verið misjafnt hvar
hann liggur og hvers vegna. Sumir blettir
eru heitari en aðrir og það eru svokallaðir
tökustaðir en það þarf að finna þá og þeir
geta verið misjafnir eftir hyljum og ám.
Síðast en ekki síst geta legustaðir laxins
breyst eftir breytileika vatnsmagns í
viðkomandi á. Vaðleiðin í gær getur verið
tökustaðurinn í dag. Að hverju erum
við að leita? Hvað gerir suma bletti að
tökustöðum og aðra ekki?
Fiskurinn gengur eftir tilteknum leiðum
upp ána og oft virðist laxinn velja þyngri
strauminn eða vatnsmestu bununa til að
ferðast í. Lykilatriðið í þessu er vatns-
hæðin, sem er síbreytileg. Stundum geta
nokkrir sentímetrar í vatnshæð skipt máli
um hvar fiskurinn liggur hverju sinni og
það er oftast reynsla veiðimannanna sem
skiptir mestu um skilning á aðstæðunum
og þekkingu á ánni. Hækkun eða lækkun
á vatnsborðinu um nokkra sentímetra
getur gert það að verkum að tökustaðirnir
færast til um nokkra metra eða hverfa
Að lesa vatn
alveg. Í miklu vatni geta sumir staðir dáið
og fiskurinn horfið úr viðkomandi hyl
eða færst um tugi metra upp eða niður
ána. Þetta getur verið misjafnt milli áa.
Almenna reglan er sú að vatnshæð breytir
tökustöðum. Oft er það þannig að þegar
vatnsmagn minnkar færir fiskurinn sig
ofar í hylinn og oft alla leið inn í hvítfys-
sið. Þegar vatn hækkar eiga laxarnir það
til að færa sig neðar í hylinn, jafnvel alla
leið niður á brot.
Fiskurinn leitar að stöðum þar sem hann
þarf að hafa sem minnst fyrir lífinu. Þegar
hann kemur inn á brotið eða í hylinn
stoppar hann augnablik eða tyllir sér þar
í einhvern tíma.
Stundum sjást þeir því að þeir skvetta sér
eða bylta þegar inn á brotið er komið. Víða
eru steinar eða einhver fyrirstaða sem
gerir það að verkum að þeir stoppa þarna.
Þegar svoleiðis er háttað eru brotin oft
tökustaðir. Stundum eru skálar eða blettir
sem fiskur stoppar við eða í, þetta geta
verið litlir blettir enda þarf fiskurinn ekki
mikið pláss til að tylla sér í þegar hann er
á ferðinni. Laxinn stoppar nánast aldrei á
bak við steina eða liggur þar þegar hann
er kominn inná brotið eða í hylinn sem
hann ætlar sér að vera í, heldur leggst
hann til hliðar eða fyrir framan stein-
inn – nema í nokkrum undantekningar-
tilfellum. Göngufiskur hegðar sér allt
öðruvísi en fiskur sem er kominn í hylinn
sinn. Fisk sem er á ferðinni er mjög erfitt
að fá til að taka en augnablikið þar sem
hann stoppar, þótt það sé ekki nema sek-
úndubrot, getur verið rétta andartakið.
Staðsetning laxa við stein miðað
við mismunandi vatnshæð.
Mjög lítið vatn
Mikið vatn
Meðal vatn
Lítið vatn
24 Veiðimaðurinn 25 Ný veiðibók