Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 63

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 63
Hörður einbeitir sér því að því að hnýta fjaðraflugur til að gleðja aðra veiðimenn. Þær eru sannkölluð listaverk og listin er ekki fjarri Herði sem einnig hefur reynt fyrir sér með pensla og striga. Fyrir honum snýst þetta um sköpun og að hnýta er ákveðin hugleiðsla. Þegar sköpunarverkið er fullkomnað kæta flug- urnar hans veiðimenn bæði hér heima og erlendis. „Sumir kjósa að fá þær í hefðbundnu fluguboxi, aðrir í ramma upp á vegg og nú nýverið byrjaði ég að framleiða þær í glerkassa með sérmerktri áletrun.“ Hörður er sveigjanlegur og til í að hnýta eftir óskum einstakra veiði- manna. „Ein fluga sem ég hnýtti var ónefnd svo ég bauð viðskiptavininum sem valdi flug- una að nefna hana. Hefðarfrú frá Sviss sem keypti hana var til í það og keypti nokkrar. Svo fékk ég hringingu skömmu síðar um að flugan héti nú Maddam Blue í höfuð frúarinnar.“ Hörður viðurkennir að hafa ekkert sérstaklega gaman af innrömmun en nauðsynlegt sé að koma sköpunarverkinu vel á framfæri. Frekar hefði hann viljað verja tímanum í að hnýta fleiri flugur. „En svo kemur gleðin við að sjá flugurnar upp á vegg frekar en á hnýtingarborðinu eða ofan í skúffum.“ Flugurnar eru hnýttar á vandaða öngla sem kosta sitt. „Öngl- arnir eru handgerðir og hrikalega dýrir en ég nota ekkert drasl. Það á að vanda til verks og þeir eru svo ofboðslega fallegir þessir önglar. Þetta eru algjör listaverk hjá körlunum sem búa þá til.“ Hörður hefur einnig hnýtt á antík-öngla með ríkulega sögu en þeir nýju eru betri og rennilegri. Flugurnar eru stórar og eins undarlega og það kann að hljóma segir Hörður erfiðara að hnýta stórar flugur en litlar. Þær eru þó hnýttar í raunstærð 4/0-8/0 líkt og menn veiddu á áður fyrr. Alls kyns túpur og Sun Ray Shadow útfærslur hafa leyst þær af hólmi en þeim klassísku má auð- veldlega kasta í stríðan streng eða girni- legan hyl. „Það væri hins vegar ekki mjög skynsamlegt. Það er ekkert eðlilegt við að kasta 200 þúsund króna flugu út í á,“ segir hann. Vont bakkast og klettahamar eða birkihrísla sem grípur dýrðina getur reynst dýrkeypt gaman Verðmæti einnar flugu getur sem sagt hlaupið á hund- ruðum þúsunda króna! Fallegur Green Highlander hnýttur af Herði í eigulegu boxi kostar þó ekki nema um 40 þúsund krónur og er vegleg gjöf. Flugurnar litríku geta verið mun dýr- ari. „Þessar þrjár flugur til dæmis,“ segir Hörður og dregur fram magnað tríó. „Ég myndi áætla að ef ég ætlaði að selja þær „Traherne setti allt á annan endann, vann öll verðlaun sem hægt var að vinna og sló í gegn. Þetta var allt öðru vísi en annað sem hafði verið í boði - eins og að koma með kúbisma inn í klassíska málun.“ Hörður Filipsson er fluguhnýtari sem hnýtir engar venjulegar flugur. Klassískar laxaflugur leika í höndum Harðar. Að ofan Chatterer, stærð 5/0 og að neðan Blacker, stærð 6/0. Popham er ein af uppáhaldsflugum Harðar. Hér sómir hún sér vel í fallegum ramma uppi á vegg. Fyrir neðan bíða framtíðarflugur þess að verða hnýttar. 62 Veiðimaðurinn 63 Litríkar listaverkaflugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.