Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 56

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Blaðsíða 56
Hörður Filipsson er flugu- hnýtari sem hnýtir engar venjulegar flugur. Klass- ískar laxaflugur leika í höndum hans og Hörður hannar líka sínar eigin flugur þar sem framandi fjaðrir sjaldgæfra fugla leika lykilhlutverk. Góðir veiðifélagar komu Herði á bragðið. „Ég byrjaði að hnýta hefðbundnar flugur fyrir 15-20 árum og þegar ég hafði náð ágætum tökum á því langaði mig að sjá hvort ég gæti ekki líka hnýtt klassískar laxaflugur úr fjöðrum. Það tók mig mörg ár að ná tökum á því þannig að ég væri sáttur. Þó ekki fullkomlega því þegar ég komst að því að gömlu meistararnir hefðu hnýtt flugur sínar eingöngu í höndunum þá varð ég að kafa enn dýpra. Ég var algjörlega heillaður af þeirri tilhugsun. Þetta var þrautaganga á köflum og tók mikinn tíma en smám saman náði ég betri tökum á þessu. Ég hnýtti talsvert af klassískum flugum á árunum 2008-2013 en tók mér þá hlé. Hætti bara að hnýta. Fyrir ári byrjaði ég hins vegar að hnýta aftur og nýt hvers augnabliks. Vinur minn Helgi, betur þekktur sem Reiða öndin í veiðiheimum, sagði við mig að það væri orðið tíma- bært að flugurnar mínar kæmu upp á yfirborðið og fólk fengi að njóta þeirra.“ Flugurnar voru sýndar á Íslensku flugu- veiðisýningunni í mars á þessu ári. „Það virkaði ágætlega. Eftir aðeins fimm mín- útur voru pantanir teknar að berast,“ segir Hörður og flugur hans prýða nú mörg veiðihús við landsfrægar laxveiðiár. Til dæmis við Vatnsdalsá, Laxá í Ásum og Miðfjarðará og sending frá honum er á leið í fleiri veiðihús. „Ég hnýtti fyrst bara fyrir mig en svo fór ég að hugsa hvort ekki væri skemmtilegt að flugurnar væru upp á vegg einhvers staðar svo fleiri gætu notið.“ Á borðinu liggur Green Higlander. „Ég er að klára að hnýta hana“ en það tekur sinn tíma. Fluga sem margir elska en aðrir eru ekki eins hrifnir af. Lengi vel var hún í sérstöku uppáhaldi hjá Herði en hann viðurkennir að aðdáunin sé örlítið að dvína þar sem svo margir biðji hann um að hnýta hana. En að sjálfsögðu verður hann við óskum þeirra sem kjósa Græna Hálendinginn. Falleg er hún sannarlega en flugan varð til undir lok 19. aldar eins og fleiri glæsilegar klassíkar laxaflugur. Ein fluga getur verið samsett úr allt að 50 ólíkum hlutum og það er tímafrekt að hnýta þær. Hörður notar japansk silki til að hnýta búkinn saman og stálþráð svo Blacker stærð 7/0. „Þetta var þrautaganga á köflum og tók mikinn tíma en smám saman náði ég betri tökum á þessu.“ Veiðimaðurinn 57 56 Litríkar listaverkaflugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.