Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 24

Veiðimaðurinn - 01.12.2019, Síða 24
Eɷir Sigurð Héðinn, myndskreytingar eftir Sól Hilmarsdóttur Að lesa vatn þýðir að átta sig á því hvar fiskurinn liggur í ánni – og það getur verið misjafnt hvar hann liggur og hvers vegna. Sumir blettir eru heitari en aðrir og það eru svokallaðir tökustaðir en það þarf að finna þá og þeir geta verið misjafnir eftir hyljum og ám. Síðast en ekki síst geta legustaðir laxins breyst eftir breytileika vatnsmagns í viðkomandi á. Vaðleiðin í gær getur verið tökustaðurinn í dag. Að hverju erum við að leita? Hvað gerir suma bletti að tökustöðum og aðra ekki? Fiskurinn gengur eftir tilteknum leiðum upp ána og oft virðist laxinn velja þyngri strauminn eða vatnsmestu bununa til að ferðast í. Lykilatriðið í þessu er vatns- hæðin, sem er síbreytileg. Stundum geta nokkrir sentímetrar í vatnshæð skipt máli um hvar fiskurinn liggur hverju sinni og það er oftast reynsla veiðimannanna sem skiptir mestu um skilning á aðstæðunum og þekkingu á ánni. Hækkun eða lækkun á vatnsborðinu um nokkra sentímetra getur gert það að verkum að tökustaðirnir færast til um nokkra metra eða hverfa Að lesa vatn alveg. Í miklu vatni geta sumir staðir dáið og fiskurinn horfið úr viðkomandi hyl eða færst um tugi metra upp eða niður ána. Þetta getur verið misjafnt milli áa. Almenna reglan er sú að vatnshæð breytir tökustöðum. Oft er það þannig að þegar vatnsmagn minnkar færir fiskurinn sig ofar í hylinn og oft alla leið inn í hvítfys- sið. Þegar vatn hækkar eiga laxarnir það til að færa sig neðar í hylinn, jafnvel alla leið niður á brot. Fiskurinn leitar að stöðum þar sem hann þarf að hafa sem minnst fyrir lífinu. Þegar hann kemur inn á brotið eða í hylinn stoppar hann augnablik eða tyllir sér þar í einhvern tíma. Stundum sjást þeir því að þeir skvetta sér eða bylta þegar inn á brotið er komið. Víða eru steinar eða einhver fyrirstaða sem gerir það að verkum að þeir stoppa þarna. Þegar svoleiðis er háttað eru brotin oft tökustaðir. Stundum eru skálar eða blettir sem fiskur stoppar við eða í, þetta geta verið litlir blettir enda þarf fiskurinn ekki mikið pláss til að tylla sér í þegar hann er á ferðinni. Laxinn stoppar nánast aldrei á bak við steina eða liggur þar þegar hann er kominn inná brotið eða í hylinn sem hann ætlar sér að vera í, heldur leggst hann til hliðar eða fyrir framan stein- inn – nema í nokkrum undantekningar- tilfellum. Göngufiskur hegðar sér allt öðruvísi en fiskur sem er kominn í hylinn sinn. Fisk sem er á ferðinni er mjög erfitt að fá til að taka en augnablikið þar sem hann stoppar, þótt það sé ekki nema sek- úndubrot, getur verið rétta andartakið. Staðsetning laxa við stein miðað við mismunandi vatnshæð. Mjög lítið vatn Mikið vatn Meðal vatn Lítið vatn 24 Veiðimaðurinn 25 Ný veiðibók
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.