FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 7

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 7
5FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Stjórnin hefur gert sitt besta til að halda hádegisverðarfund- unum okkar lifandi en ekki borið árangur sem erfiði og hefur mætingin verið slök, svo slök að við höfum þurft að fella fundi niður þrátt fyrir að hafa fækkað þeim, stytt þá og fleira. Mér sýnist fullreynt með fundina, að þeir séu bara að verða undir í samkeppni við tíma félagsmanna en við ætlum allavega að reyna að halda í jólafundinn okkar áfram og svo fund þar sem við bjóðum nýja endurskoðendur velkomna. Þau gleðitíðindi áttu sér stað þann 17. júní 2016 að Stefán Svavarsson endurskoðandi hlaut riddarakross, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Hann var í hópi tólf Íslendinga sem forsetinn veitti þennan heiður. Stefán er vel að þessum heiðri kominn enda hefur hann verið í fararbroddi í faginu okkar á opinberum vettvangi sem og í menntun endurskoðanda og eru þeir ófáir endurskoðendur sem hafa litið upp til hans sem eins fremsta fræðimanns Íslands á þessu sviði. Eins og áður hefur fjöldi félagsmanna komið að starfsemi FLE með einum eða öðrum hætti í fastanefndum, stjórnum eða öðrum vinnuhópum og tekið þátt í að gera félagið að því sem það er í dag. Vill stjórn þakka öllum þessum aðilum fyrir fram- lag þeirra á starfsárinu. Þá vill stjórn einnig færa starfsmönnum félagsins þeim Sigurði og Hrafnhildi bestu þakkir fyrir gott sam- starf á árinu sem og undanfarin ár. Að lokum vil ég þakka með- stjórnarmönnum fyrir gott og árangursríkt samstarf á árinu. Margrét Pétursdóttir formaður Formaður undirritar samning um styrk frá Námstyrkja- og rannsóknarsjóði félagsins

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.