FLE blaðið - 01.01.2017, Page 9

FLE blaðið - 01.01.2017, Page 9
7FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Endurskoðunarnefndin hefur lagt alla sína krafta undan- farin misseri í það að kynna sér til hlítar nýja staðla um árit- anir en nefndin sendi frá sér tillögu að nýrri áritun stuttu fyrir árslok 2016, að teknu tilliti til þeirra ábendinga sem komu frá félagsmönnum bæði beint og í tengslum við vinnustofu á Haustráðstefnunni. Fyrir utan hefðbundin störf Skattanefndarinnar þá hafa frest- mál og samskipti við RSK risið einna hæst á liðnu starfsári. Það er ljóst að hér er mikið hagsmunamál á ferðinni fyrir okkur endurskoðendur þar sem mikilvægt er að ná farsælli og viðunandi lendingu fyrir alla aðila. Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri munu funda áfram með RSK þar sem þessi mál verða tekin til umræðu. Störf Gæðanefndarinnar hafa verið í föstum skorðum undan farin ár og hafa aðallega tengst yfirferð gæðaeftirlitsskýrslna en lögbundið gæðaeftirlit er með störfum okkar undir yfir- stjórn Endurskoðendaráðs. Ef að líkum lætur þá mun það eftir- lit hverfa af borði félagsins á þessu eða næsta ári. Hvar og hvernig því verður fyrirkomið, liggur enn ekki fyrir, en félagið mun leitast við að tryggja ásættanlega lendingu fyrir stéttina. Ímyndarmál Stjórn félagsins hefur sett á laggirnar nefnd um ímyndarmál sem hefur það að markmiði; að greina niðurstöður viðhorfs- könnunar; gera tillögu að því hvaða þætti þarf að bæta og finna leiðir til að styrkja stöðu endurskoðandans sem fagmanns í Fjölmenni var á Reikningsskiladegi félagsins Heiðursfólk á hádegisfundi í tilefni jóla

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.