FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 11

FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 11
9FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Frá Skattadegi félagsins Undanfarin tvö til þrjú ár hefur verið vinna í gangi og umræða innan NRF hvað varðar svo kallaðan SASE staðal til notkunar við endurskoðun lítilla viðskiptavina. Þó nokkur umræða og litrík skoðanaskipti hafa verið í gangi síðastliðið ár í Evrópu sem og alþjóðavettvangi og sitt sýnist hverjum. Alla vega er ljóst að þetta útspil Norðurlandanna hefur leitt af sér miklar vangaveltur. Í janúar 2017 verður haldin vinnuráðstefna í París um endur- skoðun lítilla fyrirtækja og þarfir endurskoðenda í þeim efnum og verður SASE m.a. tekinn til umfjöllunar. Ráðstefnan verður lokað- ur vettvangur en að henni standa Alþjóðlega staðlaráðið (IAASB sem gefa út ISA,s) bandaríska og franska endurskoðendasam- bandið svo og NRF. Fyrir utan fulltrúa frá framangreindum sam- tökum verður jafnframt boðið völdum fulltrúum frá B4 og öðrum alþjóðlegum endurskoðunarfyrirtækjum sem og frá minni endur- skoðunarfyrirtækjum og fulltrúum frá ýmsum endurskoðenda- samtökum svo dæmi séu tekin. Gera má ráð fyrir að fjöldi þátt- takenda verði á bilinu 80- 100 manns, en þetta verður 2ja daga vinnuráðstefna sem Norðurlöndin gera sér miklar vonir um að skili jákvæðri niðurstöðu, en eins og þið vitið hafa þessi málefni verið baráttumál innan NRF síðastliðin ár en gengið erfiðlega að ná eyrum IAASB sem nú virðist aftur á móti að vera bera árangur. styrkir Eins og fram kemur í ársskýrslu félagsins veitti Námstyrkja- og rannsóknarsjóður FLE nú í fyrsta sinn styrki til eflingar rann- sókna sem falla undir markmið sjóðsins. Veittir voru tveir styrkir á starfsárinu, annars vegar til rannsóknar á gæðum reikningsskila og mikilvægra forsenduþátta fyrir gæðum endurskoðunar og hins vegar til samanburðarrannsóknar á endurskoðunarnefndum, starfsumhverfi þeirra og umfangi. Eins og kemur fram í markmiðum sjóðsins er það ósk og von félagsins að slíkir styrkir auki faglega umfjöllun um störf okkar sem og að viðhalda og auka faglega þekkingu endurskoðenda eða styrkja rannsóknir sem snerta beint hagsmuni FLE eða lög- bundið hlutverk þess. Gerir félagið sér því vonir um að áframhald verði á í þessum efnum. Ég vil að lokum þakka fráfarandi stjórn og nefndum fyrir ánægju- legt samstarf á liðnu ári, og ykkur félagsmenn góðir að hafa tekið þátt í þeim atburðum sem félagið hefur staðið fyrir á liðnu starfs- ári. Sigurður B. Arnþórsson

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.