FLE blaðið - 01.01.2017, Qupperneq 15
13FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017
fram kom hér að framan er einnig heimilt að hafa þennan kafla
með í áritunum endurskoðanda á ársreikninga þeirra eininga sem
ekki eru með skráð verðbréf í kauphöll.
Tilgangur þess að gera grein fyrir lykilatriðum endurskoðunar-
innar er að auka verðmæti áritunarinnar með því að veita meira
gagnsæi um framkvæmd hennar enda er áritunin eins og flestir
vita það eina sem notandi reikningsskilanna sér sem sönnun um
vinnu endurskoðandans og eru einnig oft einu samskipti endur-
skoðandans við lesandann. Tilgangurinn er jafnframt að veita
frekari upplýsingar til notenda reikningsskilanna til að aðstoða þá
við að öðlast skilning á þeim atriðum, sem samkvæmt faglegu
mati endurskoðandans voru þýðingarmest í endurskoðun ársins.
Kaflinn um lykilatriði endurskoðunarinnar getur einnig aðstoðað
notendur við að skilja starfsemi félagsins og hvaða liðir eru háðir
reikningshaldslegu mati stjórnenda. Kaflinn í árituninni kemur
ekki í stað skýringa eða upplýsinga í ársreikningi, kemur ekki í
stað fyrirvara í áritun, neikvæðs álits eða áritunar án álits og
kemur ekki í staðinn fyrir kafla um rekstrarhæfi þegar vafi leikur
á að rekstrarhæfi sé til staðar. Þessi lykilatriði eru einnig oft á
tíðum útskýrð í skýringum við ársreikninginn sem settur er fram
af stjórnendum en hingað til hefur áritunin ekkert sagt um hvað
endurskoðandinn gerði til þess að ná sér í nægjanlega vissu um
að þessi málefni væru án verulegrar skekkju.
Lykilatriði endurskoðunar eru þau atriði sem samkvæmt faglegu
mati endurskoðandans höfðu mesta þýðingu í endurskoðun
ársins. Ekki er látið í ljós sérstakt álit varðandi þessi lykilatriði,
einungis er látið í ljós álit á ársreikningnum í heild. Í umfjöllun
um lykilatriði endurskoðunar þarf að koma fram tilvísun í skýr-
ingar, útskýring á því af hverju viðkomandi atriði voru talin hafa
mikla þýðingu í endurskoðuninni skilgreind lykilatriði og hvernig
endurskoðun var framkvæmd er varðar þessi tilteknu lykilatriði.
Atriðin eru valin úr þeim atriðum sem upplýst er um til stjórnar
og endurskoðunarnefndar. Til dæmis getur verið um að ræða
verulega áhættuliði, matskennda liði eða verulega viðburði á
tímabilinu. Sviksemisáhætta í tekjuskráningu og sniðganga
stjórnenda á innra eftirliti sem eru alltaf verulegir áhættuliðir í
endurskoðun sbr. kröfur ISA þurfa ekki endilega að vera lykilatriði
endurskoðunarinnar. Þessi atriði standa jafnhliða öðrum atriðum
sem upplýst voru til stjórnar og endurskoðunarnefndar við val á
lykilatriðum endurskoðunarinnar.
Það þarf því að huga að því snemma í endurskoðuninni hvaða
atriði það geta mögulega verið sem endurskoðandinn vill setja
fram í áritun sinni þannig að hægt sé að hefja umræður við stjórn
og endurskoðunarnefnd um þau atriði sem fyrst þannig allir aðilar
máls séu upplýstir.
Heimild er í ISA 701 til þess að upplýsa ekki um lykilatriði endur-
skoðunar í einstaka tilfellum. Það á við ef lög eða reglur leyfa ekki
að upplýst sé opinberlega um tiltekin atriði eða í algjörum undan-
tekningartilfellum þegar mat endurskoðandans er að neikvæðar
afleiðingar af birtingu slíkra upplýsinga vegi þyngra en ávinningur
almennings af birtingu upplýsinganna. Í vinnupappírum endur-
skoðandans þurfa að koma fram þau atriði sem kröfðust mikillar
athygli í endurskoðuninni og rökstuðningur á því hvort þau voru
skilgreind lykilatriði endurskoðunarinnar eða ekki.
Eftirfarandi er dæmi um hvernig umfjöllun um lykilatriði í endur-
skoðuninni gæti litið út, en það ber að nefna að þetta getur orðið
mjög mismunandi milli eininga, enda skal hver áritun aðlöguð að
hverri einingu fyrir sig. Hér er tekið dæmi um það að mat á við-
skiptavild sé lykilatriði í endurskoðuninni en slík atriði geta einnig
verið sem dæmi endurskoðun á tekjum, mat á fjármálagerning-
um, skattamál, aflögð starfsemi, mat á lífeyrisskuldbindingu eða
tjónaskuld, stórar fjárfestingar eða jafnvel eitthvað verulegt sem
gerst hefur á árinu í starfsemi einingarinnar.
dæmi um Framsetningu á ViðskiptaVild
sem lykilatriði Í endurskoðuninni
Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) er
félaginu skylt að framkvæma árlegt virðisrýrnunarpróf á við-
skiptavild. Viðskiptavild er verulegur hluti af heildareignum
X hf. og er samkvæmt okkar faglega mati mikilvægt atriði í
endurskoðun okkar á félaginu. Virðisrýrnunarprófið sem er
framkvæmt er flókið og eru margar undirliggjandi forsendur
sem byggðar eru á rekstraráætlunum félagsins og vaxta-
kjörum þess. Viðskiptavildin sem um ræðir er að mestu leyti
tilkomin vegna kaupa félagsins á dótturfélagi þess í Suður-
Ameríku. Framkvæmd virðisrýrnunarprófsins og forsendum
þess er lýst í skýringu nr. x við ársreikninginn og koma allar
helstu forsendur þar fram. Í skýringunni er sérstaklega tekið
fram að smávægileg breyting í undirliggjandi forsendum
getur haft þau áhrif að færa þurfi virðisrýrnun á viðskipta-
vildinni í framtíðinni. Við endurskoðun okkar á viðskipta-
vild yfirfórum við allar helstu forsendur virðisrýrnunarpróf-
sins, við fengum til liðs við okkur verðmatssérfræðing sem
aðstoðaði okkur við að meta þessar undirliggjandi forsendur
sem og að skoða þann tekjuvöxt sem gert var ráð fyrir í
virðisrýrnunarprófinu. Hann yfirfór einnig rekstraráætlanir
stjórnenda og þann tekjuvöxt sem gert var ráð fyrir í áætlun-
unum. Við yfirfórum einnig hvort okkur þætti skýringar við
ársreikninginn nægjanlega upplýsandi er varðar skýringar á
þessum helstu forsendum prófsins.
ársskýrslur
Það er vert að nefna að ef eining gefur út ársskýrslu sem inni-
felur ársreikning áritaðan af endurskoðanda félagsins ber endur-
skoðandanum skylda til þess að lesa ársskýrsluna og mynda sér
skoðun á því hvort innihaldið sé í samræmi við niðurstöður endur-
skoðunarinnar og skal áritunin bera þess merki sbr. ákvæði í ISA
720.
Fyrirmyndir að áritunum
Endurskoðunarnefnd FLE hefur útbúið fyrirmynd að breyttum
áritunum á íslensku fyrir félagsmenn og má finna þessar fyrir-
myndir á innri vef FLE, www.fle.is
Helga Hjálmrós Bjarnadóttir og Elín Hanna Pétursdóttir