FLE blaðið - 01.01.2017, Side 18

FLE blaðið - 01.01.2017, Side 18
16 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 sleppa þá við að gera ársreikning eða hvort hnappurinn gildi eingöngu um skil til ársreikningaskrár. Ástæðurnar eru eftirfar- andi: 1. Lög um hlutafélög, einkahlutafélög og bókhaldslög vísa öll til ársreiknings. Sem dæmi segir í í 22. gr. laga um bókhald að þeir sem bókhaldsskyldir eru skuli semja árs- reikning fyrir hvert reikningsár. Ársreikningurinn skal samkvæmt þeim lögum a.m.k. hafa að geyma rekstrar- reikning og efnahagsreikning, svo og skýringar eftir því sem við á. 2. Skömmu eftir að lög um breytingar á lögum um ársreikn- inga voru samþykkt á Alþingi voru gerðar breytingar á lögum um tekjuskatt. Segir nú í 90. gr. ársreikningalaga að skýrslu lögaðila og einstaklinga sem hafa með hönd- um atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skuli fylgja undirritaður ársreikningur með sundurliðunum og skýr- ingum (skáletruðum orðum var bætt við lagagreinina). Í athugasemdum við frumvarpið að lagabreytingunum segir meðal annars: „Í tilefni af breytingum á ársreikn- ingalögum, þar sem dregið er úr upplýsingagjöf sem lítil félög þurfa að láta fylgja ársreikningi í skýringum, er lagt til að tekinn verði af allur vafi um skyldu rekstraraðila til þess að leggja fram með skattframtali sínu ársreikning, sem innifeli rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundur- liðunum og skýringum.“ Hér er því verið að skerpa á kröfunni um að ársreikningur skuli fylgja skattframtali. Niðurstaðan virðist því sú, að samkvæmt ársreikninga- lögum þurfi ekki að gera ársreikning en ársreikningur skuli samt fylgja skattframtali. Rétt er að geta þess að samkvæmt nýbirtum framtalsleiðbeiningum virðist ríkis- skattstjóri ætla að ganga þvert gegn þessum skýru ákvæðum. óFjárhagsleg upplýsingagjöF Félög sem teljast stór félög, einingar tengdrar almannahags- munum og móðurfélög stórra samstæðna samkvæmt lögun- um skulu nú láta fylgja í yfirliti með skýrslu stjórnar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfs- mannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Yfirlitið skal jafnframt hafa að geyma aðrar upplýsingar, svo sem stutta lýsingu á viðskiptalíkani félagsins og upplýsingar um viðeigandi ófjárhagslega lykilmælikvarða. Hafi félagið ekki stefnu í tengslum við eitt eða fleiri mál sam- kvæmt lagagreininni skal gera skýra og rökstudda grein fyrir því í yfirlitinu. Með þessu ákvæði er verið að innleiða tilskipun frá Evrópusambandinu. Þess má geta að fyrir félög innan aðild- arríkja Evrópusambandsins gildir ákvæðið frá og með árinu 2017 ólíkt því sem hér er. Með öðrum orðum er Ísland að taka ákvæðið upp fyrir gildistíma ESB. Það á eftir að koma í ljós að hversu miklu leyti íslenskum félögum sem ákvæðið tekur til tekst að uppfylla þessar kröfur í ársreikningi 2016 enda fyrir- varinn skammur. aðeins meira um arðstakmarkanir Eins og áður greinir skal færa hlutdeild í afkomu dóttur- og hlut- deildarfélaga af óráðstöfuðu eigin fé á bundinn reikning meðal eigin fjár að svo miklu leyti sem hún er umfram móttekinn arð eða þann arð sem ákveðið hefur verið að úthluta. Tvennt til við- bótar kann eftir atvikum að skerða arðgreiðslumöguleika félaga. Öll félög mega nú eignfæra þróunarkostnað. Sé það gert skal færa sömu fjárhæð af óráðstöfuðu eigin fé á bundinn reikning. Bundni reikningurinn skal svo leystur upp með færslu á óráðstafað eigið fé til jafns við árlega afskrift þróunarkostnað- arins. Þá kom inn í lögin heimild til að tilgreina ákveðna fjár- málagerninga á gangvirði gegnum rekstur. Hér er um að ræða eignir sem ekki teljast veltufjáreignir en félag kýs að færa á gangvirði og gangvirðisbreytingar í rekstur. Sé þessi heimild nýtt skal færa fjárhæð er svarar til gangvirðisbreytinga sem færðar eru í rekstrarreikning á bundinn reikning meðal eigin fjár, að teknu tilliti til skattáhrifa ef við á. að lokum Ýmsar aðrar breytingar voru gerðar á lögunum sem ekki hafa verið tíundaðar hér. Sem dæmi má nefna að skilgreiningum hefur verið fjölgað verulega, afleiður skal nú alltaf færa á gang- virði, heimild til að skila samandregnum ársreikningum hefur verið felld niður, refsikafli laganna hefur verið endurskrifaður að stórum hluta og sett voru ný ákvæði um sektir og slit félaga sem ekki skila ársreikningi. Loks má nefna að skylda til að inni- fela sjóðstreymi sem hluta af ársreikningi er fallin niður hjá öllum megin þorra félaga. Sæmundur Valdimarsson

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.