FLE blaðið - 01.01.2017, Page 20

FLE blaðið - 01.01.2017, Page 20
18 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Allar erum við reynslumiklar af göngum um hálendi íslands og höfum verið í gönguklúbbum þar sem landið hefur verið þver- að. Flestar okkar eru vanar gönguskíðaferðum og þ.a.m. ein sem gróf sig í fönn á Vatnajökli í tvo sólarhringa á meðan beðið var af sér veður og ein okkar slasaði sig alvarlega á gönguskíð- um. Í þessari ferð reyndi þó ekki á gönguskíðafærni en reynsla af fjallgöngum á Íslandi nýttist vel og þá ekki síst Esjuganga. Þessi ferð var ólík pílagrímaleiðinni á Jakobsveginum að því leyti að lítið var um mannaferðir í Appeníaföllunum í Liguieria fyrir utan ákveðna fjallstoppa sem voru vinsælir áfangastaðir því að hér vorum við meira í óbyggðum. Við gengum upp í allt að 1.700 metra hæð og svona hátt uppi eða í 1.400 til 1.700 metra hæð þá er gróðurinn líkur íslenskum gróðri, loftslagið virtist vera orðið nógu kalt fyrir þannig gróður til að þrífast. Saltleiðin er mjög fjölbreytt. Við byrjuðum í vínræktarhéraði þar sem vínekrur þekja hæðirnar, áfram lá leiðin í gegnum skóg- lendi. Á þessum slóðum voru engin ólívutré. Við færðum okkur smátt og smátt uppí fjöllin gengum í gegnum skóga, þéttan þyrnigróður sem rispaði alla útlimi sem ekki voru þaktir fatnaði. Við gengum sem eftir var leiðar eftir fjallshryggjum en í lok hvers dags færðum við okkur niður í fjallaþorp í dölunum og gistum þar á vinalegum fjölskyldureknum sveitahótelum eða gistiheimilum. Eftir því sem nær dró Miðjarðarhafinu þá breytt- ist gróðurinn og við tóku ólívutré og annar gróður. Það var magnað þegar hæstu tindum var náð að sjá útsýnið niður að Miðjarðarhafinu. Hótelstjóri á hverjum stað fór með farangur okkar yfir á næsta hótel. Hver gistihúsaeigandi fyrir sig sá um að hreinsa göngu- leiðina á milli staða þannig að leiðin væri greiðfær. Gönguslóðin sjálf var einnig breytileg eins og gróðurinn, skógarstígar, stór- grýti, hlaðnir kerruvegir utan í fjallshlíð sem hlaðnir voru á tímum Rómverja. Við getum auðvitað ekki sleppt því að lýsa veðrinu, við vorum heppnar að það rigndi ekkert því göngustígarnir geta orðið hættulegir á köflum í rigningu en þeir lágu oft utan í snarbrött- um hlíðum. En það er af veðrinu að segja að það var helst til of gott, mikill hiti og sól, yfirleitt yfir 30 stiga hiti. Þar sem við gengum í óbyggðum þá þurftum við að bera vatn fyrir allan daginn og stundum vorum við stressaðar yfir því hvort vatnið dygði yfir daginn. Snilldin við skipulagninguna á ferðinni var að við eyddum nokkr- um dögum í lokin við Miðjarðarhafið, nutum lífsins í strandbæn- um Camogli, gengum frá Santa Margherita til Portofino og sigldum til baka og gengum á milli þorpa í Cinque Terre ásamt því að njóta strandlífsins í Camogli sem er yndislega notalegur bær. Þegar við gengum í Appeníafjöllunum þá var oft eins og við ættum fjöllin útaf fyrir okkur því á löngum köflum hittum við stundum ekki hræðu. Uppi á einum fjallstindinum hittum við franskan göngugarp sem hafði gengið frá Versölum og var á leiðinni til Rómar. Eftir að hafa engan séð allan daginn taldi maður sig öruggann við að létta á sér en þá átti auðvitað maður með hund leið hjá. Það urðu sem betur fer ekki villihundar eða úlfar á leið okkar en búið var að vara okkur við því og vorum við búnar flautu til að fæla hunda í burtu. Við mættum nautahjörð í tvígang og þá var ekkert annað að gera en að krossa fingur og horfa ekki í augun á nautunum og vona að þau gengu rólega framhjá sem varð raunin. Smá adrenalín fór um æðar okkar þarna. Fleiri dýr urðu á leið okkar og umkringdu okkur eins og býflugur sem eltu okkur langa leið. Þegar hæsta tindi var náð eða 1.700 metra hæð á Monte Chiappo þá fylltist maður stolti yfir að hafa unnið mikið afrek. Það var því dálítið súrt þegar í ljós kom að fjöldi manns var á toppnum sem hafði komið þarna upp með skíðalyftu. Ýmislegt var spjallað okkar á milli á leiðinni, gamlar hetjusögur úr gönguferðum rifjaðar upp, þessi leið var borin saman við Jakobsveginn ásamt því að pólitíkin var rædd. Við getum upp- lýst ykkur um það að endurskoðun var ekki eitt að umræðuefn- unum. Til viðbótar við okkur félagskonur í FLE sem eru Kristrún Helga Ingólfsdóttir, Anna Þórðardóttir, Sigríður Helga Sveinsdóttir, Anna Skúladóttir og Margrét Guðjónsdóttir þá var Kristín Einarsdóttir fyrrverandi alþingismaður með okkur í för sem tryggði fjölbreytni í umræðuefni þar sem hún gat meðal

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.