FLE blaðið - 01.01.2017, Qupperneq 21

FLE blaðið - 01.01.2017, Qupperneq 21
19FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 annars sagt okkur frá kynnum sínum af kóngum og drottning- um sem varð okkur mikill innblástur. Til viðbótar við okkur þá æfir Auður Þórisdóttir með okkur hjá Jónsa í WorldClass en þar sem golfbakterían hefur heltekið hana þá hefur ekki verið rúm fyrir göngutúra í hennar dagskrá. Til að viðhalda líkamlegri vellíðan á göngunni og á kvöldin þá nýttum við okkur æfingar sem við lærðum á Jakobsveginum af Auði Bjarnadóttur jógakennara. Þessar æfingar tókum við með reglulegu millibili á göngunni og gerði það mikið fyrir okkur. Einnig nýttum við okkur kalda sturtu og aðra tækni eins og kælikrem og hnjáhlífar. Til að rata á milli þorpanna þá studdumst við við Garmin, Iphone og skriflegar leiðarlýsingar frá On foot holidays. Nauðsynlegt var að notast við allt þetta til að komast réttu leið- ina. Þegar ein tæknin brást þá kom önnur til bjargar. Lengsta dagleiðin endaði með því að það var komið fram í myrkur þegar við komum niður í þorpið og voru þorpsbúar farnir að leita að okkur, það var mikill fögnuður hjá þorpsbúum þegar þeir sáu okkur koma. Það var einstaklega vel hugsað um okkur í hverju þorpi og gisti- húsaeigendurnir gerðu allt til að láta okkur líða vel. Maturinn sem okkur var boðið uppá var hreint út sagt frábær, þarna var ekta ítalskur sveitamatur borinn á borð sem útbúinn var sam- kvæmt leyndum uppskriftum hverrar fjölskyldu úr hráefni úr héraðinu. Betra getur það ekki orðið. Þetta var ólýsanlega falleg leið og erfitt að lýsa því í orðum. Við látum hér fylgja nokkrar myndir sem ættu að hjálpa til við það. Ánægjan með þessa gönguferð var það mikil að við höfum nú þegar skráð okkur í aðra gönguferð hjá On foot holidays næsta haust og þá verður Frakkland fyrir valinu. Fyrir áhugasama þá er hér nánari lýsing á gönguleiðinni á eftirfarandi slóð hjá On foot holidays http://www.onfootholidays.co.uk/Default.aspx/ viewTour.49. Við getum eindregið mælt með ferðum skipu- lögðum af þessu breska fyrirtæki. Kristrún Helga Ingólfsdóttir

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.