FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 33

FLE blaðið - 01.01.2017, Síða 33
31FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 Sumarið 2016 var gott golfsumar um mestallt land og hygg ég að endurskoðendur, sem hafa tileinkað sér þessa hollu og skemmtilegu íþrótt, hafi stundað hana af kappi. Meistaramót FLE í golfi fór þetta árið fram föstudaginn 2. sept- ember á Garðavelli á Akranesi í miklu blíðskaparveðri við frá- bærar aðstæður. Að þessu sinni mættu 13 hressir kylfingar til leiks en það vakti athygli að engin kona tók þátt og var það annað árið í röð sem það gerðist. Leikfyrirkomulag meistaramótsins var eins og áður höggleikur með og án forgjafar og var keppt í þremur flokkum, í yngri flokki karla með forgjöf, í flokki karla 55 ára og eldri með for- gjöf og svo í opnum flokki án forgjafar. Þar að auki voru í þetta skiptið veitt verðlaun fyrir að vera næstur holu eftir eitt högg á tveimur par 3 brautum, annars vegar á þriðju braut og hins vegar á þeirri átjándu. Sá merki atburður átti sér stað að tveir keppendur voru nákvæmlega jafn langt frá holu á þriðju braut, þeir nafnarnir Guðmundur Frímannsson og Guðmundur Friðrik Sigurðsson. Þeir léku ekki í sama ráshópi og áttu báðir eftir 6,18m að holu. Hins vegar var Guðmundur Frímannsson næst- ur holu á þeirri átjándu, 5,11m frá holu. Keppnin í höggleiknum var líka jöfn og spennandi en helstu úrslit voru eftirfarandi: Höggleikur karla (yngri flokkur) með forgjöf (5 þátttakendur) 1. Kristófer Ómarsson 73 högg nettó 2. Auðunn Guðjónsson 76 högg nettó 3. Sveinbjörn Sveinbjörnsson 76 högg nettó Höggleikur karla (eldri flokkur) með forgjöf (8 þátttakendur) 1. Guðmundur Friðrik Sigurðsson 74 högg nettó 2. Rögnvaldur Dofri Pétursson 79 högg nettó 3. Guðmundur Frímannsson 79 högg nettó Höggleikur án forgjafar (opinn flokkur) 1. Kristófer Ómarsson 83 högg 2. Rögnvaldur Dofri Pétursson 90 högg 3. Guðmundur Friðrik Sigurðsson 90 högg Keppandi með lægsta skor með forgjöf fékk farandbikar. Þetta árið var það Kristófer og er hann því Golfmeistari FLE árið 2016. Auk þess voru veitt glæsileg verðlaun sem gefin voru af Hótel Selfossi og aukaverðlaun frá FLE. Úrslit voru til - kynnt, verðlaun afhent og Golfmeistari FLE útnefndur á Gleðistund FLE sem haldin var síð- degis þann sama dag og meistaramótið fór fram og mættu þátttak- endur þangað útiteknir og sælir eftir skemmti- legan dag í góðum félagsskap. Umsjónarmenn þakka þeim sem þátt tóku og vonast til að áfram verði með einum eða öðrum hætti staðið að mótahaldi innan stéttarinnar og að kylfingar úr röðum endurskoðenda af báðum kynjum taki þátt. Starfsmönnum vallarins eru jafnframt þakkaðar góðar móttökur og Hótel Selfoss fyrir veglegan stuðning. Auðunn Guðjónsson Kristófer Ómarsson golFannáll endurskoðenda sumarið 2016 Auðunn Guðjónsson er endurskoðandi hjá KPMG

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.