FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 5

FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 5
5FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 Eðli málsins samkvæmt hefur COVID-19 ástandið einnig haft umtalsverð áhrif á erlent samstarf en fundir á vegum Norræna endurskoðendasambandsins (NRF) hafa verið haldnir rafrænt. Haustið 2020 stóð til að aðalfundur NRF yrði haldinn á Íslandi og hafði sá viðburður verið skipulagður í þaula með löngum fyrirvara. Sökum ástandsins var fundurinn haldinn rafrænt og með heldur lágstemmdara sniði en ella. Venjan hefur verið að framkvæmdastjórar, formenn og varaformenn, sæki fundina en einnig hafa framkvæmdastjórar og formenn IFAC og Accountants of Europe, fulltrúar NRF í stjórnum og ráðum þessara stofnana og formaður alþjóðlega staðla- ráðsins IAASB mætt á þessa fundi og hefur verið afar gagnlegt fyrir norrænu félögin að hafa tækifæri til að ræða við þessa aðila um þróun og áherslur í störfum okkar. Vonir standa til að aðalfundur NRF árið 2021 verði haldinn á Íslandi. COVID-19 hefur einnig haft áhrif á störf okkar sem endurskoðenda og hefur leitt til þess að við höfum þurft að haga okkur með öðrum hætti en venjulega og leita nýrra lausna við framkvæmd vinnu okkar. Flest okkar eru vel sett hvað varðar tækni og aðstæður til að bregðast við breyttum aðstæðum. Almenn tækniþekking og aðgang- ur að rafrænum lausnum hefur einnig skipt sköpum. Ekki er ólíklegt að áhrif COVID- Gamla stjórnin, Anna Kristín kveður Ný stjórn tekur við í nóv. 2020. Lýsandi mynd fyrir viðburði á tímum COVID-19.

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.