FLE blaðið - 01.01.2021, Qupperneq 9
9FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
hefðum fram til 2050 til að eyða henni alveg. Það sér hver
maður að markmið um að vera undir 1,5% er í engu samhengi
við þörfina.2 Aðeins eitt ríki er á réttum stað með að vera undir
1,5°C og fimm lönd líkleg til að ná markmiði sem myndi stuðla
að því að hlýnun jarðar yrði undir 2°C en það eru Eþíópía,
Kenía, Kosta Ríka, Filipseyjar og Indland. Öll hin löndin eru á
bilinu frá því að vera ófullnægjandi til verulega ófullnægjandi til
þess að vera allskostar ófullnægjandi.3
Af ofanrituðu má draga þá ályktun að við séum engan vegin að
taka ábyrgð á stöðunni og grípa til fullnægjandi aðgerða.
Ísland fullgilti samninginn þann 4. nóvember 20164 en við skrif
þessarar greinar fann ég ekki nákvæmar tölulegar upplýs-
ingar um hvar við værum stödd við að standa við hann. Á vef
Umhverfisstofnunar fundust markmiðin sem við höfum sett
okkur og ýmsar upplýsingar um losun og slíkt en ekki hvert
við erum komin í lækkun með skýrum hætti. Það er í sjálfu
sér athyglisvert því ég hefði haldið að við sem þjóð, ættum
að standa öðrum framar, ef eitthvað er, í því að setja mál-
efnið rækilega á dagskrá og halda þjóðinni upplýstri um hvar
við erum og ná samstöðu um aðgerðir. Málefnið er af þeirri
stærðargráðu að enginn ætti að velkjast í vafa um hvar við
erum stödd og þurfa að leita að upplýsingunum, við ættum að
vera með niðurteljara í Stjórnarráðinu!
HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
er annað verkefni sem mikið er horft til um þessar mund-
ir en markmiðin voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja
2. The Paris Climate Agreement in 2019: Where countries stand on curbing emissions (mic.com)
3. Home | Climate Action Tracker
4. Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag | RÚV (ruv.is)
5. Heimsmarkmið | Forsíða (heimsmarkmidin.is)
6. Heimsmarkmið | Heimsmarkmiðin (heimsmarkmidin.is)
7. https://www.un.org/sustainabledevelopment/progress-report/
8. https://dashboards.sdgindex.org/rankings
Sameinuðu þjóðanna í september árið 20155. Markmiðin gilda
á tímabilinu 2016 til 2030 og eru 17 talsins.
Um Heimsmarkmiðin kemur eftirfarandi fram á vef sem stofn-
að var til á vegum Stjórnarráðsins:
„Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafn-
vægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahags-
legu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér
fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, frið-
ur og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir
einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Því er mikilvægt að
ríki horfi ekki eingöngu til meðaltala við mælingar á árangri
sínum heldur nálgist innleiðingu markmiðanna á heildstæðan
hátt. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefj-
ast skipulagðrar vinnu af hálfu stjórnvalda en einnig þátttöku
og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Þá eru innri tengsl og sam-
þætt eðli markmiðanna afar þýðingarmikil fyrir framkvæmd
þeirra. Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná
markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar þá mun líf allra og
umhverfi hafa batnað til mikilla muna árið 2030.“ 6
Aðildarríki sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að
vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum
og erlendum vettvangi þannig að þau náist fyrir árið 2030.
HVERNIG GENGUR OKKUR?
Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út skýrslu um stöðu mark-
miðanna og í skýrslu vegna ársins 2020 kemur m.a. fram að
loftslagsbreytingar eru ennþá að eiga sér stað og mun hraðar
en talið var að þær myndu verða. Einnig kemur fram að árið
2019 hafi verið næstheitasta ár frá því að mælingar hófust og
einnig að áratugurinn frá 2010 til 2019 hafi verið sá heitasti frá
upphafi mælinga. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að súrnun
sjávar sé að aukast, að landeyðing haldi áfram, að gríðarlegur
fjöldi dýrategunda sé í útrýmingarhættu og að ósjálfbær neysla
og framleiðsla haldi áfram í miklum mæli.7
Í inngangi skýrslunnar kemur fram að á heimsvísu hafi aðgerð-
ir verið ófullnægjandi til að ná fram þeirri breytingu sem við
þurfum og þar með séu loforðin sem felast í markmiðun-
um til núverandi og komandi kynslóða í hættu. Á yfirliti um
stöðu þjóða varðandi markmiðin á heimasíðu Klappa, grænna
lausna kemur fram að Ísland er í 26. sæti landanna en Svíþjóð,
Danmörk og Finnland eru í fyrstu þremur sætunum og Noregur
í því sjötta.8