FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 13

FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 13
13FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 EVRÓPUSAMBAND ENDURSKOÐENDA, ALÞJÓÐASAMTÖK ENDURSKOÐENDA, IFRS FOUNDATION Á sama tíma og verkefnið hjá WOF fór af stað var Evrópusamband endurskoðenda að bregðast við sama kalli eftir samræmdum reglum. Sambandið gaf af því tilefni út rit í desember 2019 sem fékk heitið „Interconnected Standard Setting for Corporate Reporting“, útgáfan hefur síðan verði kölluð COGITO skýrslan. Verkefninu var ætlað að örva og leiða umræðuna um þörfina á einum samræmdum staðli við framsetningu á ófjárhagslegum upplýsingum og var stofnaður hópur af óháðum sérfræðingum frá ýmsum áttum til að vinna að verkefninu. Í endanlegri skýr- slu komu fram ýmsar gagnlegar upplýsingar en það sem vakti mesta athygli var framtíðarsýnin sem sett var fram um fyrir- komulag staðla um upplýsingagjöf. Framtíðarsýnin, gekk út frá því að byggja á því sem til er hjá IASB sem semur Alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og búa til annað staðlaráð við hlið þess sem myndi fjalla um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Þannig yrðu til tvö sett af stöðlum um heildar upplýsingagjöf sem byggðu á sama grunni og nýtt væri þriggja laga stjórnkerfið sem er til utan um IASB og hefur reynst vel. Hjá Accountancy Europe hefur komið fram að þau áttu svo sem ekki von á því að ná miklum árangri strax hvað varðaði framtíðarsýnina en áherslan var á að leiða umræðu í átt að einu samræmdu regluverki. Hugmyndin fékk að því er virðist nokkuð fljótt góðan hljóm- grunn og líklega hefur umræðan í þessa átt verið löngu hafin því í september sendi IFRS Foundation, eða stoðin sem IASB byggir á frá sér svokallaðan „Consulation Paper on Sustainability Reporting“ og þeim sem áhuga höfðu gefið til áramóta 2020 að senda inn athugasemdir. Vinnuhópurinn sem stofnaður var vegna málsins var stofnaður í október 2019 þ.a. hugmyndavinna í átt að samræmdum stöðlum hefur verið í gangi á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Í útgáfunni var farið yfir stöðuna og þörfina á samræmdu regluverki og spurt spurninga um vilja hagsmunaaðila til þess að taka málið áfram á þann hátt sem lagður var til af Evrópusamtökunum. Hugmyndirnar hafa fengið mikla umræðu og athygli og meðal þeirra sem tóku undir hugmyndirnar voru Alþjóðasamtök endurskoðenda (IFAC). í september s.l. kölluðu samtökin eftir því að stofnað yrði sjálfbærni- staðlaráð í takti við það sem Evrópusamtökin höfðu sett fram sem framtíðarsýn og byrjað umfjöllunin þannig „The time for global solution is now“ og fóru yfir hve þörfin væri brýn á að stofnað yrði staðlaráð tengt því sem fyrir er svo samræmdar reglur um „alla“ upplýsinga- gjöf fyrirtækja byggðu á sama grunni. STAÐLARÁÐIN FIMM Maður veltir því samt óhjákvæmilega fyrir sér hvað á að verða um öll fyrirtækin sem hafa gefið út staðla og eru að viðhalda þeim því varla er hægt að ætlast til þess að þau fyrirtæki pakki bara saman. Hin „fimm stóru“ staðlaráð sendu sameiginlegt bréf til formanns sjálfbærni- vinnuhópsins hjá IFRS Foundation í lok september s.k. og lýstu yfir vilja sínum til samstarfs sem hlýtur að vera mikilvægt í átt til samræmingar. Þau brugðust síðan rækilega við í desember s.l. og sendu frá sér svokallað „Reporting on enterprise value, Illustrated with a prototype climate-related financial disclosure standard“ Yfirferð á þessari útgáfu er eins og margt annað í þessum stutta pistli efni í heila grein en í stuttu máli er hér um að ræða afurð, unna af hinum stóru fimm staðalráðum, þar sem þau byggja á hugmynd- um sem voru settar fram af B4 í Davos. Í útgáfunni er lögð áhersla á að við ættum að stefna í átt að samræmdi skýrslugjöf á grunni IFRS og gerð atlaga að því að greina hugtakaramma IFRS niður í þætti sem eiga við um bæði fjárhagslegar og ófjár- sem fékk heitið „Measuring Stakeholder Capitalism: Toward Common Metrics and Consistent Reporting of Sustainable Value Creation“ dagsins ljós. Í leiðbeiningunum er settur fram 21 grundvallar mælikvarði og 34 viðbótarmælikvarðar sem eru almennir og byggja á vel þekktum stöðlum og viðmiðum. Leiðbeiningarnar skiptast í fjóra flokka sem eru stjórnarhættir, jörðin, fólkið og hagsæld. Vonir standa til að fyrirtæki geti stuðst við þessar leiðbeiningar í vegferð sinni að þróun upplýsingagjafar en það á alveg eftir að koma í ljós hvort þær nái fótfestu

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.