FLE blaðið - 01.01.2021, Side 14
14 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
hagslegar upplýsingar. Síðan er fjallað um það að skýringar
er varða umhverfisþætti ættu að vera hefðbundnar skýringar
allt eins og skýringarnar við fjárhagslegu þættina og sett fram
atlaga að staðli um þá skýringargjöf og í því sambandi vísað til
ákvæða í stöðlum allra hinna fimm staðlaráða sem að útgáfunni
standa. Í útgáfunni er einnig gagnleg umræða um mikilvægi
sem er nauðsynlegt að hafa í huga í allri þróun um reglur um
upplýsingagjöf og mér hefur fundist skorta nokkuð. Það þurfa
ekki öll fyrirtæki að skýra frá öllu og ekki viljum við enda með
staðla um framsetningu ófjárhagslegra upplýsinga sem gera
þannig kröfur um skýrslugerð að í þeim muni ekki sjá í skóg-
inn fyrir trjánum. Að mínu viti er raunverulega hætta á því að
ófjárhagsleg upplýsingagjöf fyrirtækja verði of ítarleg og ekki
nægjanlega gerður greinarmunur á því sem er raunverulega
mikilvægt og þess sem eingöngu er sett fram til að „tikka í
GRI boxin“.
EKKI HÆGT AÐ BÍÐA
Þessi yfirferð mín hér að ofan spannar ekki nema brotabrota-
brot af þeirri þróun sem er í gangi varðandi samræmda staðla
um fjárhagslega upplýsingagjöf en að mínu mati eru þetta þeir
stóru sem líklegir eru til að ná framgangi.
Hvað nú mun gerast er óljóst en þrýstingurinn frá hagsmuna-
aðilum er orðinn of mikill til þess að það gerist ekkert og því má
eiga von á mikilli þróun í þessum efnum á næsta ári. Fyrirtæki
geta samt ekki beðið og þurfa að byrja ekki seinna en strax
að finna leiðir til að segja hagmunaaðilum frá því hvernig þau
eru að bregðast við kröfunni um sjálfbærni. Ekkert af þessum
stöðlum öllum og leiðbeiningum er betri en annar, mestu skipt-
ir að velja viðmið til að byrja að vinna með, huga að mikilvægi
og byrja bara, síðan má alltaf þróa áfram og breyta.
STAÐFESTINGAR
Eitt er það að fyrirtæki þurfa að innleiða sjálfbærni og langtíma
virðishugsun í stefnu sína, annað er að finna leið til að segja
frá því hvað þau eru að gera en það þriðja er að þau þurfa að
afla óháðra staðfestinga á að upplýsingarnar séu áreiðanlegar
því án þess hafa þær mun minna gildi og eru ekki nægjanlega
trúverðugar. Það málefni er alveg efni í aðra grein en mér finnst
blasa við að við sem stétt séum best til þess fallin að veita
19. Accountants Will Save the World (hbr.org)
þessa óháðu staðfestingu. Við höfum nú þegar staðla til að
vinna eftir þó þá megi bæta, við erum með aðferðafræðina úr
störfum okkar og við kunnum að vinna með upplýsingar og
meta gildi þeirra. Við þurfum bara að gæta þess að halda því
betur á lofti sem við höfum umfram þá aðila sem vilja koma í
stað okkar við þessa staðfestingavinnu sem er fyrst og fremst
óhæði okkar en einnig margra ára reynsla og færni í að veita
óháðar staðfestingar.
„ENDURSKOÐENDUR MUNU BJARGA HEIMINUM“
Peter Bakkker, forseti World Business Council for Sustainable
Development lét hafa eftir sér á ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Rio að endurskoðendur myndu bjarga heiminum og
sagði að hann meinti það. Máli sínu til stuðnings nefndi hann
verkefni sem unnið var að í fyrirtæki sem hann stýrði á sínum
tíma og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið fólst í
að gefa hungruðum að borða og náðu þeir gríðarlegum árangri.
Ekki bara hjálpin sem veitt var í formi matvæla heldur lærðu
þeir starfsmenn sem tóku þátt í verkefninu mikið um hvernig
á að leysa flókin vandamál, urðu stoltir af því að vinna hjá fyr-
irtækinu og orðspor fyrirtækisins batnaði stórkostlega. Enginn
vafi þótti leika á því að fyrirtækið sem um ræddi hefði hagnast
verulega á því að taka þátt í verkefninu en ekkert af þeim hagn-
aði kom fram í reikningsskilunum. Þeir höfðu engar leiðir til að
segja hluthöfunum frá því, né að fá aðhald til að halda þessu
góða starfi áfram. Þetta dæmi segir hann, sýnir fram á það að
fyrirtæki þurfa að segja frá því hvernig þau hagnast en ekki
bara hversu mikið og að endurskoðendur muni finna leiðir til að
þróa reglurnar um frásögnina og að þeir muni verða leiðandi í
þeirri vinnu.19
Ekki veit ég nú hvort við munum bjarga heiminum en við gegn-
um veigamiklu hlutverki sem felst í því að leiða umræðuna um
það hvernig fyrirtæki innleiða sjálfbærni í stefnuna, hjálpa þeim
að finna leiðir til að mæla árangur, hjálpa þeim að segja frá þeim
árangri sem hefur náðst og síðast en ekki síst að veita óháða
staðfestingu til að skapa traust. Við getum skipt máli, við erum
í samtali við nánast öll fyrirtæki landsins og í einstakri aðstöðu
til að hvetja þau áfram og leiðbeina í átt að sjálfbærni og okkar
er vera leiðandi afl í þeirri vegferð að bjarga heiminum.
Margrét Pétursdóttir
Hlutverk okkar og ábyrgð
Mælingar SkýrslugjöfRáðgjöf Staðfesting LEIÐA!
TRAUST