FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 15

FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 15
15FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 REKSTRARHÆFI Hugtakið rekstrarhæfi er skilgreint í 32. tölul. 2. gr. ársreikn- ingalaga. Þar segir að félag sé talið vera rekstrarhæft nema stjórnendur þess ætli sér að leysa félagið upp eða hætta rekstri þess eða hafa ekki raunhæft val um annað en hætta starfsemi félagsins. Við mat á rekstrarhæfi skulu stjórnendur taka tillit til allra fyrirliggjandi upplýsinga um framtíðarhorfur í rekstri félagsins. Í II. kafla laganna um grunnforsendur ársreikn- ings kemur fram að við gerð ársreiknings skuli gera ráð fyrir að félagið haldi starfsemi sinni áfram en leggist hún niður að hluta skuli taka tillit til þess við mat og framsetningu ársreikningsins. Í lögunum er ekki að finna nánari leiðsögn um mat eða fram- setningu í þessum tilvikum. Umfjöllun um hugtakið rekstrarhæfi er áþekk í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum en þar er tekið fram að séu reiknings- skilin ekki sett fram miðað við áframhaldandi rekstrarhæfi skuli greina frá því á hvaða grunni þau eru gerð. Í IAS 1 Framsetning reikningsskila segir að við mat á rekstrarhæfi skuli stjórnendur taka tillit til allra fyrirliggjandi upplýsinga um framtíðina og þá að lágmarki horfa ár fram í tímann frá reikningsskiladegi. Eins og sjá má er leiðsögn um á hvaða grunni setja skuli reikn- ingsskilin fram ef rekstrarhæfisforsendan er brostin ekki ítar- leg. Í bók sinni um alþjóðlegu reikningsskilastaðlana kemur fram það mat KPMG að þó rekstrarhæfisforsendan sé ekki til staðar ætti það almennt ekki að fela í sér heimild til að hætta COVID-19 heimsfaraldur getur haft margvísleg áhrif á ársreikninga fyrir árið 2020. Það er því að ýmsu að hyggja og nauðsynlegt að greina áhrifin tímanlega og vanda til verka til að tryggja að árs- reikningar uppfylli allar kröfur sem til þeirra eru gerðar. ÁHRIF COVID-19 Á ÁRSREIKNINGA 2020 FRÁSÖGN AF FARALDRI Jóhann I.C. Solomon, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ehf. Unnar Friðrik Pálsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ehf. og aðjunkt í reikningshaldi við Háskólann í Reykjavík. Eins og allir vita hefur heimsfaraldur COVID-19 haft veruleg áhrif á rekstur margra félaga frá því hann skall á með fullum þunga snemma á síðasta ári. Áhrifin eru misjöfn eftir fyrirtækjum en verulega neikvæð í sumum atvinnugreinum, ekki síst ferðaþjón- ustu. Sumar atvinnugreinar hafa sloppið þokkalega frá faraldrinum og í einhverjum tilvikum hefur eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu jafnvel aukist. Í þessari grein verður í stuttu máli leitast við að vekja athygli á nokkrum mögulegum áhrifum COVID-19 á ársreikninga félaga fyrir árið 2020 en rétt er að hafa í huga að ekki er um tæmandi umfjöllun að ræða. Umfjöllunin byggir bæði á ársreikningalögum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum en samkvæmt 3. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skal fara eftir viðeigandi ákvæðum í sett- um reikningsskilareglum ef ekki er tekið á viðkomandi úrlausnarefni í lögunum eða reglugerðum. Settar reikningsskilareglur eru annars vegar alþjóðlegir reikningsskilastaðlar og hins vegar reglur reikningsskilaráðs. Stjórnendur félaga sem gera ársreikninga sína fyrir árið 2020 í samræmi við lög um ársreikninga þurfa því að hafa þetta í huga.

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.