FLE blaðið - 01.01.2021, Síða 16
16 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021
að beita reglum staðlanna um mat, skráningu og upplýsinga-
gjöf. Hins vegar þurfi eftir atvikum að beina sjónum sérstak-
lega að beitingu ákveðinna staðla og reglna, svo sem vegna
fastafjármuna til sölu og aflagðrar starfsemi (IFRS 5) og virðis-
rýrnunar eigna (IAS 36).
FÆRSLA OPINBERRA STYRKJA
Í mörgum löndum hefur hið opinbera gripið til ýmissa stuðn-
ingsaðgerða vegna neikvæðra efnahagslegra áhrifa COVID-
19 á fyrirtæki og einstaklinga. Ísland er hér engin undantekn-
ing. Yfirlit um aðgerðir ríkisstjórnarinnar má nálgast á vef
Stjórnarráðsins. Í ársreikningalögunum, reglugerðum og reglum
reikningsskilaráðs er ekki fjallað um aðgerðir hins opinbera á
reikningsskil félaga. Af því leiðir að fyrirtæki sem gera ársreikn-
inga sína fyrir árið 2020 í samræmi við ársreikningalög þurfa að
fara eftir viðeigandi ákvæðum í alþjóðlegum reikningsskilastaðli
IAS 20 Færsla opinberra styrkja og upplýsingar um opinbera
aðstoð.
Opinber aðstoð er víðtækara hugtak en opinber styrkur. Þannig
er opinber styrkur ein tegund opinberrar aðstoðar. Í IAS 20
kemur fram að opinber aðstoð er aðgerð hins opinbera í því
skyni að veita sérstaklega fyrirtæki eða fyrirtækjum, sem upp-
fylla tiltekin skilyrði, efnahagslegan ávinning. Í opinberum styrk
felst aðstoð sem hið opinbera veitir í formi yfirfærslu verðmæta
til fyrirtækis að því tilskildu að það hafi uppfyllt eða muni upp-
fylla tiltekin skilyrði er varða rekstur þess. Nauðsynlegt er að
greina hvort opinber aðstoð sem fyrirtæki hefur fengið sé í
formi opinbers styrks, þ.e. yfirfærslu verðmæta til fyrirtækis, því
slíka styrki þarf að færa í reikningsskilin. Opinberan styrk skal
ekki færa fyrr en nokkuð öruggt er að fyrirtækið muni uppfylla
skilyrðin sem hann er veittur með og að hann verði móttekinn.
Opinberan styrk skal færa í rekstrarreikning með kerfisbundnum
hætti á þeim tímabilum sem félög gjaldfæra kostnaðinn sem
styrknum er ætlað að mæta. Opinber styrkur sem er innheimt-
anlegur sem bætur vegna gjalda eða tapa sem þegar hefur
verið stofnað til eða veittur í því skyni að veita félagi fjárhags-
stuðning tafarlaust án nokkurs tengds kostnaðar í framtíðinni
skal færa sem tekjur á því tímabili sem hann er innheimtanlegur.
Opinber styrkur getur annaðhvort verið eignatengdur eða
tekjutengdur. Eignatengdir styrkir eru opinberir styrkir þar sem
frumskilyrðið er að fyrirtæki skuli kaupa, byggja eða með öðrum
hætti afla eigna til langs tíma. Tekjutengdir styrkir eru opinberir
styrkir aðrir en þeir sem eru eignatengdir. Ef um eignatengdan
styrk er að ræða er val um að færa hann í upphafi til skuldar
sem frestaðar tekjur og tekjufæra í rekstrarreikningi á nýtingar-
tíma eignarinnar sem um ræðir. Önnur leið er að færa hann til
lækkunar á stofnverði eignarinnar. Í síðarnefnda tilvikinu kæmi
hann þá fram í rekstrarreikningi í lægri afskriftum í framtíðinni
en ella væri. Við framsetningu tekjutengds styrks í rekstrarreikn-
ingi koma nokkrar leiðir til greina. Hægt er að færa hann sem
sérgreindan lið, sem væri við hæfi ef um verulega fjárhæð er að
ræða, meðal annarra tekna eða færa hann til lækkunar á viðeig-
andi kostnaðarlið.
FLOKKUN SKULDA Í EFNAHAGSREIKNINGI ÞEGAR SKIL-
MÁLAR LÁNASAMNINGA ERU EKKI LENGUR UPPFYLLTIR
Í alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 1 Framsetning reiknings-
skila kemur fram að ef lánaskilmálar eru ekki uppfylltir á reikn-
ingsskiladegi, með þeim afleiðingum að langtímalán verður
greiðslukræft, skuli lántaki flokka lánið sem skammtímaskuld.
Þetta gildir jafnvel þó lánaskilmálum sé breytt, þeim aflétt eða
kröfuhafi staðfestir að ekki verði gengið að láninu eftir lok reikn-
ingsskiladags en fyrir birtingu reikningsskilanna.
Í lögum um ársreikninga kemur fram í c. lið 37. tölul. 2. gr. að
skuld flokkist sem skammtímaskuld ef ekki er til staðar réttur
til að fresta greiðslu hennar lengur en í tólf mánuði frá dagsetn-
ingu efnahagsreiknings.
ÁHRIF VEGNA FJÁRMÁLAGERNINGA
Áhrifin á ársreikninga fyrir árið 2020 vegna fjármálagerninga
geta verið margvísleg. Hér má nefna sem dæmi áhrif vegna:
• Breytinga á skilmálum lánasamninga;
• Útgáfu hlutafjár og áskriftaréttinda;
• Uppgjörs skulda með afhendingu eigin hlutabréfa;
• Virðisrýrnunar útlána og krafna;
• Upplýsingagjafar í ársreikningum.
Breytingar á skilmálum lánasamninga kalla m.a. á að lánveit-
endur og lántakendur leggi mat á það hvort skilmálabreytingar
teljast verulegar eða ekki. Niðurstaða þessa mats hefur svo
áhrif á reikningshaldslega meðhöndlun breytinganna:
• Ef niðurstaðan er sú að breytingarnar eru verulegar ber að
færa bókfært verð lánasamninga fyrir skilmálabreytingu úr
efnahagsreikningi, færa nýtt bókfært verð í staðinn miðað
við gangvirði skilmálabreyttra lánasamninga og færa mis-
mun milli eldra og nýs bókfærðs verðs, ef einhver er, í
rekstrarreikning.
• Ef niðurstaðan er sú að breytingarnar eru ekki verulegar
ber að endurreikna bókfært verð lánasamninga miðað við
upphaflega virka vexti þeirra og færa mismun milli eldra
og nýs bókfærðs verðs, ef einhver er, í rekstrarreikning –
nema hægt sé að meðhöndla mismuninn sem breytingu á
virkum vöxtum lánasamninga.
Breytingar á skilmálum lánasamninga geta einnig haft áhrif á
fjárhæð fjármagnskostnaðar sem er eignfærður sem hluti af
bókfærðu verði eigna.
Útgáfa hlutafjár og áskriftaréttinda kallar m.a. á að útgefendur:
• Gangi úr skugga um að færsla þeirra í bókhaldi sem eigin-
fjárgerningar sé í samræmi við gildandi reglur;
• Hugi að færslu kostnaðar sem fellur til vegna útgáfu hluta-
fjár og áskriftaréttinda en færa ber slíkan kostnað beint til
lækkunar á eigin fé ef hann er viðbótarkostnaður sem rekja
má beint til eiginfjárviðskipta.
Uppgjör skulda með afhendingu eigin hlutabréfa kallar m.a. á
að skuldarar: