FLE blaðið - 01.01.2021, Side 21

FLE blaðið - 01.01.2021, Side 21
21FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 Fjárslitasamningur þarf að liggja fyrir sem og forsjá barna ef þau eru til staðar. Líkamsárás eða kynferðisbrot Líkamsárás sbr. XXIII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eða kynferðisbrot skv. XXII. kafla sömu laga gegn maka sínum eða barni sem býr hjá þeim, er fullgild ástæða til að fá skilnað frá maka, án tafar. Hér er vísað til þess að ef maki er beittur ofbeldi eða ef annar aðilinn beitir börn sem búa á heimilinu ósæmilegu eða kynferðislegu ofbeldi. Hér miðast við að líkamsáras sé nokkur eða mikil, en minni háttar líkamsárás getur fallið utan marka ákvæðisins. Það spilar þó rullu hér að ef talið er að ofbeldismaðurinn komi til með að halda þessu áfram þá getur það leitt til skilnaðarástæðu strax. Þá er í greina- gerð með lögunum bent á að hér er áskilinn ásetningur við líkamsáras. Gáleysi getur því verið utan vébanda ákvæðisins. Vegna kynferðisbrota er beinlínis vísað í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna þannig að þau ákvæði og dómaframkvæmd sem þar hafa viðgengist eru hér undir líka. Í 2. mgr. 40. gr. hjú- skaparlaga er bent á að ef atferli leiði til alvarlegs ótta á heimili, getur það orðið skilnaðarástæða, en hér er um matsatriði að ræða sem þarf að leggja fram. Sönnunarbyrði er á þeim sem krefst skilnaðar. Óvígð sambúð Með óvígðri sambúð er átt við tvo einstaklinga sem hafa ákveðið að búa saman, án þess að staðfesta sambúðina með hjónabandi. Þessir aðilar gera þannig með sér samkomu- lag sem geta verið bindandi fyrir þessa tvo einstaklinga, en almennt eru réttindi hvors um sig sem einstaklings en ekki sem sambúðarfólk. Þá eru ýmis réttindi og skyldur til staðar hjá þeim sem búa saman í óvígðri sambúð. Þannig veita lög um almannatryggingar fólki í óvígðri sambúð sama rétt og hjónum. Við slit á óvígðri sambúð þar sem ósjálfráða börn eru til staðar þurfa foreldrarnir að koma sér saman um forsjá og meðlag. Í óvígðri sambúð gilda ekki takmarkanir 60. gr. hjúskaparlaga um að maki verði að undirrita skjöl er varða sölu eða veðsetningu fasteigna sem fjölskyldan býr í. Við slit sambúðar þurfa einstaklingar því að fara yfir þau mál sem varða fjárskiptin. Það er í engu tilviki einhver biðtími sem krafist er, þannig að „skilnaðurinn“ getur gengið strax í gegn og ákvörðun liggur fyrir. Það er nægjanlegt að annar aðili sam- bandsins ákveði að yfirgefa hinn aðilann, eða vísa honum út úr íbúð sinni ef þannig stendur á. Algengast er að vandamál koma upp við skiptingu við fjárslit þar sem engin helmingaskiptaregla er til staðar, líkt og er innbyggð í hjúskaparlög. Hér skiptir því máli hver kom með hvað inn í sambandið, hver er skráður fyrir t.d. íbúðinni eða bifreiðinni eða hvort verðmætin sem viðkom- andi lagði til hins sameiginlega heimilis séu til staðar eða ekki. Við andlát sambúðaraðila getur hitt ekki setið í óskiptu búi og skiptir því máli hvort einhverjir erfingjar eru til staðar eða ekki, eða hvort erfðaskrá hafi verið gerð um það hvernig fara skuli með dánarbúið. Sambúðaraðilar geta gert erfðaskrá um að erfa hvort annað um 1/3 af eignum sínum. Um aðrar eignir fer eftir almennum reglum erfðaréttar. Sambúðarfólk getur verið samskattað og notið þeirra réttinda sem samsköttun hefur í för með sér, að skilyrðum uppfyllt- um, sem eru að um einstaklingar í óvígðri sambúð eigi rétt á að telja fram og vera skattlagðir sem hjón, sem samvist- um eru, enda óski þeir þess báðir skriflega við skattyfirvöld. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem skráð er eða skrá má í þjóðskrá skv. 3. mgr. 5. gr. laga um lögheimili og aðsetur, enda eigi sambúðarfólk barn saman eða von á barni saman eða hafi verið samvistum í samfellt eitt ár hið skemmsta. Ríkisskattstjóra er heimilt að leita umsagn- ar Þjóðskrár Íslands þyki leika vafi á um að skráningarskilyrði séu uppfyllt. Undir þessum kringumstæðum nýtur parið þeirra réttinda sem samsköttuð hjón og taka þannig ábyrgð á skött- um hvors annars. KAUPMÁLAR Meginreglan er sú að eignir hjóna verða hjúskapareignir nema ef um séreignir er að ræða samkvæmt öðrum reglum svo sem við erfðir eða með kaupmála. Þessi meginregla á við jafnt um eignir sem maki flytur í búið við hjúskaparstofnun eða eignast síðar. Þannig verður arfur sem ekki er sérstaklega skilgreind- ur sem séreign arftaka, hjúskapareign og kemur til skiptanna við skilnað. Kaupmálar innihalda greiningu á séreignum hvors aðila fyrir sig. Skráðar eignir annars makans verða þannig sér- eign sem ekki kemur til skipta við skilnað og er haldið utan fjárskiptasamnings. Sá sem heldur því fram að eign sé ekki hjúskapareign hefur sönnunarbyrði fyrir því. Þannig verða gjafir milli hjóna og hjónaefna ekki gildar nema með kaupmála. Kaupmálar eru formlegt skjal, en formið er hér mjög mikil- vægt til að geta kallast kaupmáli. Kaupmála er hægt að gera hjá hjónaefnum eða hjónum. Kaupmáli skal vera skriflegur í tvíriti og um skjalið gilda reglur þinglýsingarlaga, enda skal kaupmálinn skráður hjá sýslumanni. Þannig er ekki nægjanlegt að vera með munnlegt samkomulag milli hjóna um tiltekin atriði. Undirritun hjóna eða hjónaefna skal staðfest af lögbókanda, lögmanni eða tveimur vottum, sem skulu vera lögráða og staðfestingarhæfir samkvæmt réttar- farsreglum og vottun skal fara fram samhliða undirritun kaup- málans. Þá skal skýrt tekið fram í skjalinu að verið sé að votta kaupmála. Kaupmálar taka ekki gildi fyrr en við skráningu hjá sýslumanni og um afturköllun gilda sömu reglur og um skrán- ingu. Ef annað hjóna eða hjónaefna er ólögráða verður lögráða- maður að staðfesta kaupmála. Hægt er að tímabinda kaupmála, þannig að t.d. séreign verði hjúskapareign ef hjúskap lýkur með andláti. Eignin kemur þannig ekki til skipta við skilnað en við andlát færist hún úr sér- eign hins látna til hjúskapareigna, en þá hefur makinn rétt til

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.