FLE blaðið - 01.01.2021, Side 30

FLE blaðið - 01.01.2021, Side 30
30 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2021 ÞAÐ HELSTA Í STARFSEMI FLE Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE Síðastliðið ár hefur verið mjög sérstakt fyrir félagið í alla staði og aðal áskorun þess tengst því með hvaða hætti við gætum staðið að ráðstefnu- og námskeiðahaldi VIÐBURÐIR Það er ekki laust við að félagið hafi staðið frammi fyrir ýms- um áskorunum vegna fjöldatakmarkana í tengslum við COVID-19-19 á liðnu starfsári, þá sérstaklega á ráðstefnur og námskeið. Félagið hefur því verið að prófa ýmsar nálganir á því að koma endurmenntun á framfæri við félagsmenn, eins og takmarkaða mætingu ásamt streymi, eingöngu streymi, taka beint upp og gera svo aðgengilegt rafrænt. Það er ljóst að þetta hefur haft ákveðinn viðbótarkostnað í för með sér fyrir félag- ið, en allt er þetta gert til þess að þjóna félagsmönnum sem best. Þannig náði félagið að standa fyrir samtals 14 viðburðum á starfsárinu sem gáfu 37 endurmenntunareiningar. Til saman- burðar þá stóðum við fyrir 18 viðburðum árið á undan sem gáfu 46 einingar. Félagið stóð fyrir þremur ráðstefnum en síðast liðið vor féll niður Endurskoðunardagurinn í maí, en var sameinaður Reikn- ingsskiladeginum núna í september með takmarkaðri mætingu en streymt jafnframt. Þetta tókst vonum framar og var heildar- mæting á ráðstefnuna nærri tvö hundruð manns og þar af fylgd- ust um 80% með í gegnum streymi. Heildarmætingin á þessar þrjár ráðstefnur var mjög góð eða um 520 félagsmenn saman- borið við 570 sem mættu árið á undan þegar ráðstefnurnar voru fjórar. Haustráðstefnan var með venjulegu ráðstefnufyrirkomu- lagi í stað vinnustofuformsins og tókst hún afar vel og fylgdust með henni um 170 félagsmenn. Þess má geta til gamans að vinnustofufyrirkomulagið á Haust- ráðstefnunni hefur verið viðhaft allt frá árinu 2011 eða í níu ár en það fyrirkomulag hefur verið afar vinsælt og boðið upp á mikinn fjölbreytileika og sveigjanleika fyrir félagsmenn. Meðal margra áhugaverðra erinda á ráðstefnum á liðnu starfsári má nefna fróðlegt erindi um IFRS 16 sem og tvær vinnustofur á Haustráðstefnunni sem fjölluðu um kulnun í starfi annars vegar og hins vegar um ófjárhagslegar upplýsingar í ársreikningi. Á starfsárinu voru haldin níu námskeið, fræðslufundir og aðrir viðburðir og mættu 413 félagsmenn samanborið við átta við- burði árið á undan og mætingu um 375. Margt fróðlegt var til umfjöllunar á þessum námskeiðum og vil ég þar helst nefna umfjöllun um peningaþvætti, námskeið um endurskoðun rekstrarhæfis og matskenndra liða og síðast en ekki síst að- komu endurskoðenda að skiptum við sambúðarslit. Á nám- skeið Ingridar Kuhlman um vinnu endurskoðenda á óvissutím- um mættu um 30 félagsmenn en helmingi fleiri hafa nú þegar horft á upptökuna sem er aðgengileg á innri vef félagsins. Þá bauð félagið upp á þriggja tíma námskeið um arðgreiðslur sem var eingöngu streymt og var áhorfið með eindæmum gott en um 150 félagsmenn fylgdust með því. Undir lok ársins var svo boðið upp á þrjú klukkustundarlöng morgunkorn sem ein- göngu voru aðgengileg rafrænt. Haldin voru tvö morgunkorn á starfsárinu, en morgunkornin í febrúar og mars féllu niður á síðustu stundu vegna COVID-19-19. Á annað kornið mætti Bergþór nokkur Pálsson söngvari og lífskúnster og var það einstaklega lífleg morgunstund. Eins og undanfarin fjögur ár er það svo Skattadagur félagsins sem er fjölmennasti einstaki atburðurinn þar sem um 200 fé- lagsmenn mættu samanborið við 184 á síðast ári og er þetta mesta mæting sem við höfum séð á einstakan viðburð undan- farin 8 ár. Á innri síðu félagsins geta félagsmenn í nær öllum til- vikum fundið glærur af fyrirlestrum frá ráðstefnum, námskeið- um sem og öðrum viðburðum.

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.