Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 7
Var mikið um dansleiki fyrir austan? Eg gat um dansleikjahald á Eiðum en síðan fór ég í vinnu á Seyðisfirði og víðar á síldarárunum og þá voru dansleikir flest kvöld nema mánudagskvöld ef ég man rétt og á Seyðisfirði var hljómsveit sem hét Faxar sem var mjög vinsæl enda með Þórhall Sigurðsson (Ladda) ásamt fleirum innanborðs þannig að ég held að ég geti með sanni sagt að það hafi verið mikið um dansleiki á Austurlandi á þessum árum. Starfaðir þú með Harmonikufélagi Héraðs- búa? Ég man ekki alveg hvort ég var einn af srofnfélögum Harmonikufélags Héraðsbúa en hafi svo ekki verið gekk ég í félagið fljótlega eftir að það var stofnað. Ég get eklti sagt að ég tónlist sinni og textagerð á framfæri. Auðvitað var það svo að það komu mikið fleiri lög heldur en hægt var að flytja í keppni á einu kvöldi og stundum var mjög erfitt að velja úr þau lög sem kæmust inn í keppnina. Eftir á sér maður virkilega eftir því að hafa ekki safnað þessum lögum sem ekki komust í keppnina saman og reynt að koma þeim á framfæri á einhvern hátt en það er víst of seint séð. Formaður SÍHU Hver var aðkoma þín að SÍHU? Ég var kosinn til þess að sækja aðalfundi SIHU ásamt Guttormi Sigfússyni formanni HFH og þeir fundir urðu nokkrir talsins. Ég fékk áhuga á þessari starfsemi og í framhaldi þar af var ég boðinn fram sem formannsefni SIHU og var Hallormsstað hét á þessum tíma að stunda vetrarhjálpina og í mínu tilfelli tókst það bara vel. Við hvað starfaðir þú? Hef starfað við ýmislegt eins og vinnuvélastjórn, akstur vörubifreiða og verktöku en seldi mig út úr því og fór í verkstjórn og í framhaldi þar af í að verða framkvæmdastjóri UIA, gerðist síðan sveitarstjóri og endaði síðan starfsferilinn sem starfsmaður Vinnueftirlitsins. Áttu margar góðar minningar tengdar harmonikunni? Já annað væri alls ekki satt. Harmonikan hefur oft glatt mig og þó að ég sé alls enginn snillingur í harmonikuleik þá hefur hún oft verið mér til ánægju og ef maður getur hugsanlega glatt annað fólk þá er það eitt það besta sem maður getur gert. Hver er þín sýn á framtíð harmonikunnar og dansins á Islandi? Eins og málin standa í dag finnst mér hagur harmonikunnar heldur bágur og ungt fólk virðist ekki hafa áhuga á henni sem hljóðfæri til þess að spila fyrir dansi. Hins vegar ber að fagna því frábæra unga fólki sem hefur stundað nám heima og erlendis og hefur náð virkilega langt í list sinni og það er virkilega gaman. Sama virðist vera upp á teningnum hvað varðar dansinn og ef maður horfir á þau mót sem harmonikufólk heldur er mjög sjaldgæft að sjá þar fólk undir 50 ára aldri en vonandi verður Viðmœlandi varðar veginn við Asbyrgi Við upptökur í Tókatœkni hafi starfað mikið með félaginu í hljóm- sveitum sem fóru á landsmót en hins vegar tók ég þátt í að spila í lagakeppnum félagsins ásamt hljómsveitarfélögum mínum og hinum ýmsu gestaspilurum. Þessar keppnir voru hugmynd Guttorms Sigfússonar þáverandi formanns HFH og um framkvæmd þessara keppna sáu Hreinn Halldórsson og Guttormur Sigfússon ásamt mér. Harmonikufélag Héraðsbúa hefur gert margt í gegnum tíðina en ég held að þessar keppnir hafi verið toppurinn á ferli félagsins og mjög gott að gefa fólki tækifæri á að koma kosinn til þeirra starfa sem ég gegndi í tvö kjörtímabil. Þarna fékk ég að vinna að málefnum harmonikufólks ásamt frábærum meðstjórnendum og ég er æfinlega þakklátur fyrir kynni mín af öllu því frábæra fólki sem ég kynntist í sambandi við þetta starf. Hver er konan þín og hvar kynntust þið? Konan mín heitir Alda Hrafnkelsdóttir og við kynntumst þegar hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Það að fara að heimsækja stúlkurnar í skólanum á breyting til batnaðar þar á. Ég vil trúa því að dansinn muni komast til vegs og virðingar hjá unga fólkinu okkar og eins vona ég að verði um harmonikuna. Viltu segja eitthvað að lokum? Aðeins að ég er virkilega þakklátur fyrir að hafa kynnst og í mörgum tilfellum fengið að starfa með öllu því frábæra fólki sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég held að ég hafi lært eitthvað af flestum, vonandi gott og í framhaldi þar af getað lifað ánægjulegu lífi. 7

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.