Harmonikublaðið - 15.12.2020, Page 12

Harmonikublaðið - 15.12.2020, Page 12
Einn er sá harmonikuleikari sem undanfarin ár hefur leikið á dansleikjum á Reykjavíkursvæðinu og víðar. Meðal annars hefiir hann leikið fyrir dansi í félagsheimilinu Asbyrgi á Laugarbakka á harmonikumótum Dalamanna og Húnvetninga árum saman. Hann hefiir orð á sér fyrir að eiga auðveldara en fíestir aðrir að drífa fólk út á dansgólfið. En hann hefiir gert ýmislegt fleira en að leika á harmoniku. Þetta er Sveinn Sigurjónsson sem blaðið tók tali á dögunum og forvitnaðist um manninn og lífshlaup hans. Sigurjón ogAnna frá Sveinsstöðum með soninn ogsysturnar fimm Dalirnir bjuggu nokkuð vel af harmonikuleikurum Hvax og hvenær er Sveinn Sigurjónsson fæddur? Ég fæddist á Sveinsstöðum í Klofningshreppi í Dalasýslu þann 24. desember 1944. Ég er elstur í systkinahópnum, en fimm systur mínar eru yngri. Foreldrar mínir eru þau Sigurjón Sveinsson og Anna Benediktsdóttir, bæði Dalamenn. A Sveinsstöðum þar sem útsýni er hvað fegurst yfir Breiðafjörðinn ólst ég upp við hefðbundin sveitastörf. Skólagangan var eins og víðar í sveitum á þessum árum. Ég var í heimavist á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, hálfan mánuð í senn nokkrum sinnum yfir veturinn. Þar kláraði ég barnapróf. Var mikið um tónlist á æskuheimilinu? Til að byrja með var aðeins fótstigið orgel til á Sveinsstöðum, sem tilheyrði Dagverðarnes- kirkju, en var geymt á Sveinsstöðum. A þetta lék móðir mín og þetta glamraði ég á til að byrja með. Afi minn Sveinn Hallgrímsson og Salóme amma höfðu keypt upptrekktan grammifón á sínum tíma. Á hann voru oft settar plötur til að hlusta á. Það var mikill tónlistaráhugi á heimilinu, en báðir foreldrar mínir höfðu áhuga á tónlist. Þau tóku þátt í söngstarfi í sveitinni, eins og frændfólk mitt úr föðurættinni á Breiðabólsstað, m.a. Friðjón og Halldór Þórðarsynir. Þá var áhugafólk um tónlist í móðurættinni úr Saurbænum. Halldór hóf snemma að stjórna kórum á Fellsströndinni, en Sigurður Þórólfsson í Fagradal í Saur- bænum. Þá má ekki gleyma leikritum sem sett voru upp í Dölunum. Hreppstjórinn kveikti áhugann Lærðir þú á hljóðfæri? Fyrstu harmonikuna sem kom á heimilið keyptu foreldrar mínir þegar ég 12 ára gamall. Það er Weltmeister, 32 bassa kjörgripur, sem er ennþá í fínu standi, enda gerði Guðni Guðnason hana upp fyrir mig á sínum tíma. Systur mínar langaði líka að læra á nikkuna svo það varð að skiptast á. A Sveinsstöðum var eitt herbergi uppi, sem hægt var að læsa. Þar gat maður gleymt sér við æfingar þangað til einhver barði á hurðina og sagði að ég væri búinn að vera nógu lengi í herberginu, þá tók næsti við en systur mínar leika allar á hljóðfæri. A bænum Hnúki, sem er skammt frá Sveinsstöðum bjó hreppstjórinn Jóhannes Sigurðsson. Jóhannes átti hnappaharmoniku, sem hann notaði á skemmtunum í sveitinni. Þetta sá ég og varð alveg hugfanginn. Þetta varð ég að reyna. Því miður lærði ég ekki nótur, nokkuð sem ég hef alltaf séð eftir. Lærðir þú að dansa? Það var ekki mikið um danskennslu í minni sveit, en með því að fara á böllin sem haldin voru í samkomuhúsinu á Staðarfelli, sá maður hvernig átti að bera sig til við dansinn. Ég sóttist eftir að dansa við liprustu stelpurnar og smám saman varð maður jafnvel liðtækur. Hvenær byrjaðir þú að leika fyrir dansi? Ég keypti mér 120 bassa Royal Standard harmoniku fyrir fermingarpeningana mína 1958. Hún kostaði fjögur þúsund og tvö hundruð krónur. Þá varð ekki aftur snúið og 12

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.