Harmonikublaðið - 15.05.2021, Page 4

Harmonikublaðið - 15.05.2021, Page 4
' * # a§ 0 • % 0 y „Er hægt að spila svona tónlist á harmoniku?“ „Er hægt að spila svona tónlist á harmoniku?“ heyrði undirrituð ungan mann spyrja á balli í Beituskúrnum á Norðfirði í glampandi miðnætursólinni í fyrrasumar. Dansgólfið hafði fyllst af ungu fólk og rífandi stemning á staðnum er Rock around the Clock og fleiri stuðlög hljómuðu. fiessi orð hafa öðru hverju komið upp í hugann í tengslum við umræður um hvernig er hægt að auka áhuga fólks á harmonikuleik. Harmonikur fóru að berast til landsins á 19. öld og hefur fjöldi hljómsveita starfað vítt og breitt um landið frá þeim tíma. Tímarit um harmonikutónlist hefur verið gefið út frá árinu 1986 og er sérstakt að því leyti að umfjöllunarefni blaðsins er um eitt einstakt hljóðfæri. I lögum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík (2. grein) segir svo: -Tilgangur félagsins er að vinna að framgangi harmonikutónlistar og efla kynni félagsmanna og annarra áhugamanna á harmonikutónlist.- En hvernig verður það mögulega gert? Hvað er það sem höfðar til fólks? Ymislegt hefur verið reynt í þessum efnum, t.d. hafa harmonikuhljómsveidr gefið tónlistarskólum hljóðfæri, efnt hefur verið til kynninga á hljóðfærinu, Harmonikudagurinn haldinn hátíðlegur árlega víða um land og fleira. I tónlistarskólum er víða boðið upp á kennslu á harmoniku og má nefna sérstaklega nemendur Guðmundar Samúelssonar en sumir þeirra hafa stundað háskólanám í harmonikuleik og hafa nú tónlist að aðalstarfi. I dag hefur heldur fækkað þeim harmoniku- leikurum sem leika með harmonikuhljóm- sveitum landsins, þar sem nýir spilarar hafa ekki bæst í hópinn þegar aðrir hverfa frá. Hvernig er mögulega hægt að hafa áhrif á þessa þróun? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Er harmonikan ekki bara fyrir „gamla fólkið“ er stundum spurt. Líklega tengist það þeirri tegund tónlistar sem er leikin og flestir þekkja, eins og dans- og dægurlög frá ýmsum tímum. Greinarböfundur er hjúkrunarfrœðingur og er að Ura á harmoniku Væri e.t.v. nær að spyrja hvort ekki mætti færa tónlistina aðeins nær nútímanum hvað varðar lagaval til að auka sýnileika og mögulega áhuga yngri spilara á að leika í hljómsveit. Hljóðfæri tilheyra að sjálfsögðu ekki ákveðnum aldurshópi. Það er tónlistin sem leikin er sem höfðar til fólks og skiptir máli. I dag má heyra harmonikuna hljóma m.a. í tónlist Sóleyjar Stefánsdóttur og Valdimars Guðmundssonar auk margra annarra og er það vel. Nýliðun í harmonikuhljómsveitum þyrfti e.t.v. að vera sérstakt verkefni hjá hljómsveitum og væri áhugavert að styrkja slíkt verkefni og sjá hverju það myndi skila. Sagt hefur verið að harmonikan sé hljóðfæri gleðinnar. Eg hvet alla harmonikuleikara að spenna á sig hljóðfærið, setjast á útikaffihúsin, leika í görðum og á torgum eða fara í sjálfboðaliðastarf og leika fyrir lasburða fólk, sem þarf á tilbreytingu að halda. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að hlýða á tónlist kveikir tilfinningar, vekur minningar og veitir gleði. Gleðilegt harmonikusumar! Úlfhildur Grímsdóttir ‘Tm not sure...l think it’s Grantlpa's childhood computer." Eg er ekki viss, en ég held aðþetta séJyrsta tölvan hans afa 4 Skoðið timariLis og flettið harmonikublöðum frá 1986

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.