Foreldrablaðið - 15.12.1942, Side 12

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Side 12
12 FORELDRABLAÐIÐ III. Aðalhlutverk æfinga í þessum flokki er samstilling taugakerfis á hreyfingunum: 1. Jafnvægisæfingar. IV. Þessar æfingar hafa sérstaklega þann tilgang að þroska afl, þol og einoeitni: 1. Gangur. 2. Hlaup. 3. Stökk. 4. Fimleikar á dýnu. 5. Leikar og íþróttir. Af því, sem nú hefur verið skráð, má sjá, að leikfimi er ekki iðkuð út í blá- inn, heldur til að auka afl, hreysti, lík- amsfegurð, heilbrigði, þroska og vinna gegn þeim vondu líkamlegu áhrifum, sem af einhliða starfi leiðir, eins og t. d. langri setu á skólabekkjum og skrif- stofuvinnu. Með hinum nýju íþróttalögum, sem gengu í gildi 1940, hefur verið stigið stórt spor, sem miðar í áttina til fram- fara æskulýðsins í líkamsrækt. Leik- fimi hefur með þessum lögum, verið gerð að skyldunámsgrein í barnaskól- um. Börn 11 ára og eldri eiga að taka próf í henni eins og öðrum námsgrein- um. Leikfimieinkunnin reiknast með til aðaleinkunnar sem einkunnir í öðrum skyldufögum skólanna. Unga fólkið um land allt fagnar þessari nýskipan ríkis- ins. Æskan hér á Akranesi hefur ótví- rætt sýnt það, að hún gleðst yfir þeirri guðlegu gjöf, sér til handa, sem ríki og bær veitir henni með hinu nýbyggða fimleikahúsi. — Börnin biðu með ó- þreyju eftir því, að húsið tæki til starfa. Og nú, þegar leikfimikennslan er byrj- uð, virðist, eftir litlu andlitunum að dæma, að þau séu mjög ánægð með að> verða þeirrar hamingju aðnjótandi að íá að iðka leikfimi. Þó hafa sum, ef til vill mörg þeirra, orðið fyrir vonbrigð- um fyrst í stað, hvað leikfimi og leik- fimikennslu snertir. Strax hafa þau mátt beygja sig undir hinn stranga og. skilyrðislausa aga, sem leikfimináminu fylgir. Enn sem komið er þarf ekki að kvarta undan því, að þau hafi „röflað“ eða viljandi brotið þau lög, er sett hafa ver- ið. Og sannarlega hefur það verið gleði- legt, hve fljótt þau hafa skilið agann sem blákalda nauðsyn þess, að allt fari fram í röð og reglu í kennslustundinni. Að vísu hefur sumt verið háð ýmsum byrjunarörðugleikum, eins og t. d. ýms- um misgripum barnanna í búningsher- bergjunum. —En þessi mistök eru nú sem óðast að hverfa, eftir því sem börn- in læra að ganga vel og snyrtilega frá fatnaði sínum, og hafa hann á einum og vissum stað. Eitt vildi ég minna mæður vinsamlega á, og það er að hafa leikfimifatnað barnanna vel merktan. — Það eitt fyrir sig, að fötin séu vel og greinilega merkt, kemur að mestu leyti í veg fyrir að ruglingur og reiði- leysi geti átt sér stað í búningsherbergj- um. — Oft er það t. d. ekki gott fyrir drengina, þar sem þeir eiga allir sam- litar leikfimibuxur, að þekkja hvað hver á, þegar fangamarkið vantar. — Allt þarf að vera merkt, handklæðin og hvað annað, sem börnin þurfa að nota við leikíiminám. í þetta skipti verður því ekki komið við að lýsa leikfimikennslunni, hvernig hún fer fram og hvernig henni er hag- að. — Það væri efni í aðra grein og fyllilegá það. — Eins og gefur að skilja

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.