Jökull


Jökull - 01.01.2017, Page 63

Jökull - 01.01.2017, Page 63
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson 6. mynd/Figure 6. Ofar: Fláajökull árið 1935, séð frá Hólmi á Mýrum. Merkifell (Jökulfell) er hér fyrir miðri mynd. Neðar: Sama sjónarhorn, 17. janúar 2018. Rauðar línur sýna hvar jökuljaðarinn var þegar Sigurður tók sína mynd. – Fláajökull glacier outlet in 1935. The glacier capped hill in the centre, is Merkifell (Jökulfell). Below: Same angle 17 January 2018. Red lines depict the lateral margins in 1935. Ljósm./Photos. Sigurður Þórarinsson, 10. ágúst 1935; Snævarr Guðmundsson, 17. janúar 2018. Þegar Bruun fór yfir Breiðamerkursand ásamt mælingamönnum herforingjaráðsins, var Breiðamerk- urjökull farin að hopa en vart meira en 0,15–0,3 km. Á ljósmynd frá 2017 (8. mynd), sýnir rauð lína hæð jökulsins á fyrstu árum 20. aldar. Línan er dregin eft- ir yfirborði ljósmyndar og teikningar Bruuns og land- líkani (DEM) af Breiðamerkurjökli frá þessum tíma (Guðmundsson o.fl., 2017). Frá Reynivöllum séð mun yfirborð Breiðamerkurjökuls hafa borið yfir Breiða- merkurfjall. Þar sem yfirborðið ber við Öræfajökul of- an Breiðamerkurfjalls (Rákartind), mun hæð þess hafa verið í um 350 m y.s. Á yfirlitsmynd af svæðinu (9. mynd) eru jaðrar Breiðamerkurjökuls dregnir upp þau ár sem koma hér við sögu eða nálægt þeim tíma, þegar jökullinn var í hámarksstöðu (1890), landmælingaárið 1904, um 1930 eftir mynd Zeppelin (10. mynd), 1945 eftir loftmyndum AMS og að síðustu haustið 2017. Bláa brotalínan sýnir ágiskaða hæð jökulyfir- borðsins árið 1932. Línan miðast við hvar Þor- steinn Guðmundsson á Reynivöllum, sem mældi sporðastöðu Breiðamerkurjökuls fyrir miðja 20. öld, dró hæð jökulyfirborðsins og notaði þá Rákartind í Breiðamerkurfjalli sem viðmið (Jón Eyþórsson, 1937). Árið 1932 hafði yfirborðið lækkað tæpa 50 m á sama stað (1,6 m/ár), þ.e. miðað við sjónlínu í Rákartind og jökuljaðarinn jafnframt hopað 0,4–0,8 km. Brotalínan er dregin í viðmið Þorsteins og fram að þeim stað sem jökuljaðarinn lá á það ár. Árið 1936 (gul brotalína) hafði yfirborðið lækk- að enn aðra 22 m (5,5 m/ár), samkvæmt viðmiði Þor- steins á Reynivöllum, og jökullinn hopað aðra 400 m (Jón Eyþórsson, 1937). Er það í kjölfar þess að lofts- lag hlýnaði talsvert eftir 1930. Notuð var sama heim- ild til þess að draga upp hæð yfirborðsins í sjónlínu 58 JÖKULL No. 67, 2017

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.