Jökull


Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 63

Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 63
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson 6. mynd/Figure 6. Ofar: Fláajökull árið 1935, séð frá Hólmi á Mýrum. Merkifell (Jökulfell) er hér fyrir miðri mynd. Neðar: Sama sjónarhorn, 17. janúar 2018. Rauðar línur sýna hvar jökuljaðarinn var þegar Sigurður tók sína mynd. – Fláajökull glacier outlet in 1935. The glacier capped hill in the centre, is Merkifell (Jökulfell). Below: Same angle 17 January 2018. Red lines depict the lateral margins in 1935. Ljósm./Photos. Sigurður Þórarinsson, 10. ágúst 1935; Snævarr Guðmundsson, 17. janúar 2018. Þegar Bruun fór yfir Breiðamerkursand ásamt mælingamönnum herforingjaráðsins, var Breiðamerk- urjökull farin að hopa en vart meira en 0,15–0,3 km. Á ljósmynd frá 2017 (8. mynd), sýnir rauð lína hæð jökulsins á fyrstu árum 20. aldar. Línan er dregin eft- ir yfirborði ljósmyndar og teikningar Bruuns og land- líkani (DEM) af Breiðamerkurjökli frá þessum tíma (Guðmundsson o.fl., 2017). Frá Reynivöllum séð mun yfirborð Breiðamerkurjökuls hafa borið yfir Breiða- merkurfjall. Þar sem yfirborðið ber við Öræfajökul of- an Breiðamerkurfjalls (Rákartind), mun hæð þess hafa verið í um 350 m y.s. Á yfirlitsmynd af svæðinu (9. mynd) eru jaðrar Breiðamerkurjökuls dregnir upp þau ár sem koma hér við sögu eða nálægt þeim tíma, þegar jökullinn var í hámarksstöðu (1890), landmælingaárið 1904, um 1930 eftir mynd Zeppelin (10. mynd), 1945 eftir loftmyndum AMS og að síðustu haustið 2017. Bláa brotalínan sýnir ágiskaða hæð jökulyfir- borðsins árið 1932. Línan miðast við hvar Þor- steinn Guðmundsson á Reynivöllum, sem mældi sporðastöðu Breiðamerkurjökuls fyrir miðja 20. öld, dró hæð jökulyfirborðsins og notaði þá Rákartind í Breiðamerkurfjalli sem viðmið (Jón Eyþórsson, 1937). Árið 1932 hafði yfirborðið lækkað tæpa 50 m á sama stað (1,6 m/ár), þ.e. miðað við sjónlínu í Rákartind og jökuljaðarinn jafnframt hopað 0,4–0,8 km. Brotalínan er dregin í viðmið Þorsteins og fram að þeim stað sem jökuljaðarinn lá á það ár. Árið 1936 (gul brotalína) hafði yfirborðið lækk- að enn aðra 22 m (5,5 m/ár), samkvæmt viðmiði Þor- steins á Reynivöllum, og jökullinn hopað aðra 400 m (Jón Eyþórsson, 1937). Er það í kjölfar þess að lofts- lag hlýnaði talsvert eftir 1930. Notuð var sama heim- ild til þess að draga upp hæð yfirborðsins í sjónlínu 58 JÖKULL No. 67, 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.