Jökull


Jökull - 01.01.2017, Side 78

Jökull - 01.01.2017, Side 78
Society report Upphaf Kröfluelda 1975 Halldór Ólafsson Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is Veturinn 1974 til 1975 var sett upp skjálftamælinet á Norðurlandi og umsjón með uppsetningu þess höfðu þeir Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur og Páll Einarsson, sem þá var við nám hjá Lamont jarðfræði- stofnuninni í New York. Þegar gögn frá þessum mæl- um voru skoðuð kom í ljós, að upptök margra skjálft- anna voru í námunda við væntanlega gufuaflsvirkjun í Leirbotnum sunnan undir Kröflufjalli. Það varð því að ráði sumarið 1975 að settir voru upp skjálftamæl- ar við Reykjahlíð og við vinnubúðir Kröfluvirkjunar. Um haustið var svo bætt við mæli í Gæsadal sunn- an Gæsafjalla. Uppsetningu mælanna annaðist Egill Hauksson eðlisverkfræðingur. Útskrift frá mælun- um við Reykjahlíð og Kröflubúðir var komið fyrir í Reynihlíð og hafði bóndinn þar, Jón Ármann Péturs- son, eftirlit með síritunum til að byrja með enda voru þeir í íbúð hans. Gögn úr mælinum í Gæsadal varð að sækja annan hvern dag því ekkert símasamband var þangað. Fljótlega eftir uppsetningu mælanna kom í ljós að skjálftavirkni var óvenju há á Kröflusvæði og fór vaxandi fram eftir hausti. Það kom því mönn- um ekki mjög á óvart þegar eldgos hófst kl. 10:30 laugardaginn 20. desember 1975, á svipuðum stað og Mývatnseldar áttu upptök á sínum tíma. Þennan morgun var ég við jarðarför Kristjáns Geirmundssonar hamskera sem látist hafði nokkru áður. Er ég kom heim eftir jarðarförina biðu mín skilaboð um að koma strax vestur í Jarðfræðahús því gos væri hafið skammt norðan Leirhnjúks. Þegar ég kom vestur eftir var búið að fá Landhelgisgæsluvél- ina til að fljúga með jarðfræðingana Sigurð Þórarins- son, Þorleif Einarsson og Kristján Sæmundsson yfir gossvæðið og var hún komin í loftið kl. 12 á hádegi. Eftir að vélin hafði flogið yfir umbrotasvæðið með vísindamennina, lenti hún með þá á Aðaldalsflugvelli þaðan sem þeir óku upp í Mývatnssveit. Allt starfsfólk Norrænu eldfjallastöðvarinnar hafði verið boðað um hádegi vestur í Jarðfræðahús og var strax hafist handa við að undirbúa rannsókn- arferð norður að eldstöðvunum. Við tæknimennirnir, Sigurjón Sindrason og undirritaður, þurftum í mörg horn að líta áður en hægt væri að keyra norður með aðra vísindamenn og styrkþega. Smala varð saman tækjum og tólum til gassýnatöku, pokum og köss- um undir bergsýni, ásamt alls konar viðlegubúnaði, svo sem svefnpokum, dýnum, bakpokum, tjöldum, mataráhöldum, prímusum, gönguskíðum og mörgu fleiru, því við vildum vera við öllu búnir er norð- ur kæmi. Einnig þurftu leiðangursmenn eitthvað að borða á leiðinni. Við lögðum því ekki af stað norður fyrr en kl. 18:30 um kvöldið. Farartækin voru langur Land Rover jeppi stofnunarinnar og annar stuttur sem leigður var hjá útibúi Bílaleigu Akureyrar í Reykjavík. Með mér í bíl stofnunarinnar voru forstöðumaðurinn Guðmundur E. Sigvaldason, kona hans Ellen Sig- mond, styrkþegarnir Páll Imsland og Jörgen G. Lar- sen og Sigurjón Sindrason tæknifræðingur. Í leigu- bílnum voru jarðfræðingarnir Guðrún Larsen, Gestur Gíslason, Axel Björnsson og Karl Grönvold sem ók. Ferðin norður gekk vel ef frá er talið að ég þurfti að bæta vatni á vatnskassann á 100 km fresti því kæli- vatnsdæla bílsins var míglek. Eftir tíðindalitla ferð að öðru leyti renndum við í hlað hjá Hótel Reynihlíð kl. 08 á sunnudagsmorgni, en á hótelinu beið okkar góður morgunverður sem þeginn var með þökkum. JÖKULL No. 67, 2017 73

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.