Jökull


Jökull - 01.01.2017, Síða 78

Jökull - 01.01.2017, Síða 78
Society report Upphaf Kröfluelda 1975 Halldór Ólafsson Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is Veturinn 1974 til 1975 var sett upp skjálftamælinet á Norðurlandi og umsjón með uppsetningu þess höfðu þeir Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur og Páll Einarsson, sem þá var við nám hjá Lamont jarðfræði- stofnuninni í New York. Þegar gögn frá þessum mæl- um voru skoðuð kom í ljós, að upptök margra skjálft- anna voru í námunda við væntanlega gufuaflsvirkjun í Leirbotnum sunnan undir Kröflufjalli. Það varð því að ráði sumarið 1975 að settir voru upp skjálftamæl- ar við Reykjahlíð og við vinnubúðir Kröfluvirkjunar. Um haustið var svo bætt við mæli í Gæsadal sunn- an Gæsafjalla. Uppsetningu mælanna annaðist Egill Hauksson eðlisverkfræðingur. Útskrift frá mælun- um við Reykjahlíð og Kröflubúðir var komið fyrir í Reynihlíð og hafði bóndinn þar, Jón Ármann Péturs- son, eftirlit með síritunum til að byrja með enda voru þeir í íbúð hans. Gögn úr mælinum í Gæsadal varð að sækja annan hvern dag því ekkert símasamband var þangað. Fljótlega eftir uppsetningu mælanna kom í ljós að skjálftavirkni var óvenju há á Kröflusvæði og fór vaxandi fram eftir hausti. Það kom því mönn- um ekki mjög á óvart þegar eldgos hófst kl. 10:30 laugardaginn 20. desember 1975, á svipuðum stað og Mývatnseldar áttu upptök á sínum tíma. Þennan morgun var ég við jarðarför Kristjáns Geirmundssonar hamskera sem látist hafði nokkru áður. Er ég kom heim eftir jarðarförina biðu mín skilaboð um að koma strax vestur í Jarðfræðahús því gos væri hafið skammt norðan Leirhnjúks. Þegar ég kom vestur eftir var búið að fá Landhelgisgæsluvél- ina til að fljúga með jarðfræðingana Sigurð Þórarins- son, Þorleif Einarsson og Kristján Sæmundsson yfir gossvæðið og var hún komin í loftið kl. 12 á hádegi. Eftir að vélin hafði flogið yfir umbrotasvæðið með vísindamennina, lenti hún með þá á Aðaldalsflugvelli þaðan sem þeir óku upp í Mývatnssveit. Allt starfsfólk Norrænu eldfjallastöðvarinnar hafði verið boðað um hádegi vestur í Jarðfræðahús og var strax hafist handa við að undirbúa rannsókn- arferð norður að eldstöðvunum. Við tæknimennirnir, Sigurjón Sindrason og undirritaður, þurftum í mörg horn að líta áður en hægt væri að keyra norður með aðra vísindamenn og styrkþega. Smala varð saman tækjum og tólum til gassýnatöku, pokum og köss- um undir bergsýni, ásamt alls konar viðlegubúnaði, svo sem svefnpokum, dýnum, bakpokum, tjöldum, mataráhöldum, prímusum, gönguskíðum og mörgu fleiru, því við vildum vera við öllu búnir er norð- ur kæmi. Einnig þurftu leiðangursmenn eitthvað að borða á leiðinni. Við lögðum því ekki af stað norður fyrr en kl. 18:30 um kvöldið. Farartækin voru langur Land Rover jeppi stofnunarinnar og annar stuttur sem leigður var hjá útibúi Bílaleigu Akureyrar í Reykjavík. Með mér í bíl stofnunarinnar voru forstöðumaðurinn Guðmundur E. Sigvaldason, kona hans Ellen Sig- mond, styrkþegarnir Páll Imsland og Jörgen G. Lar- sen og Sigurjón Sindrason tæknifræðingur. Í leigu- bílnum voru jarðfræðingarnir Guðrún Larsen, Gestur Gíslason, Axel Björnsson og Karl Grönvold sem ók. Ferðin norður gekk vel ef frá er talið að ég þurfti að bæta vatni á vatnskassann á 100 km fresti því kæli- vatnsdæla bílsins var míglek. Eftir tíðindalitla ferð að öðru leyti renndum við í hlað hjá Hótel Reynihlíð kl. 08 á sunnudagsmorgni, en á hótelinu beið okkar góður morgunverður sem þeginn var með þökkum. JÖKULL No. 67, 2017 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.