Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Blaðsíða 20
margar sveitir til leiks, varð að fella þá keppni niður. — Mótinu lauk með
því, að I.R. fékk 8 meistara, K.R. 6 og Armann 1. — Bezta afrek mótsins
var hástökk Skúla Guðmundssonar, 1,90 m., sem gefur 909 stig.
Drengjameistaramót íslands
4. drengjameistaramót íslands fór frarn á Iþróttavellinum 28.—29. júlí.
Á skrá voru 51 keppandi frá 9 félögum. Fyrri daginn var veður óhagstætt,
sunnan vindur og rigning og völlurinn mjög blautur. Síðari daginn var
veður mun skárra, en þó hvessti dálítið, er líða tók á daginn.
28. JÚLÍ. — 100 metra hlaup: 1. Bragi Friðriksson, K.R. 12,1 sek. 2.
Haukur Clausen, I.R. 12,1 sek. 3. Björn Vilmundarson, K.R. 12,1 sek. 4.
Halldór Sigurgeirsson, Á. 12,2 sek. — Vindur og regn var í fangið.
Iíringlukast: 1. Sigurjón Ingason, Hvöt, 38,44 m. 2. Kristinn Albertsson,
Þing. 37,44 m. 3. Haukur Aðalgeirsson, f.R. 36,65 m. 4. Vilhjálmur Vil-
mundarson, K.R. 36,32 m.
1500 m. hlaup: 1. Stefán Gunnarsson, Á. 4:29,8 mín. 2. Gunnar Gíslason,
A'. 4:31,0 mín. 3. Aage Steinsson, Í.R. 4:37,6 mín. 4. Ingvar Jónasson,
Í.B.Í. 4:38,6 mín.
Langstökk: 1. Björn Vilmundarson, K.R. 6,36 m. 2. Halldór Lárusson,
Aft. 6,13 m. 3. Oli P. Kristjánsson, Þing. 5,91 m. 4. Haukur Aðalgeirsson,
í. R. 5,90 m.
110 m. grindahlaup: 1. Ólafur Nielsen, Á. 16,8 sek. (drengjamet). 2.
Björn Vilmundarson, K.R. 17,8 sek. 3. Haukur Clausen, Í.R. 18,3. 4. Svav-
ar Gestsson, l.R. 18,6. — Tími Ólafs er nýtt drengjamet. Það gamla var
17,5 sek., sett af honum sjálfum fyrr á sumrinu, en í undanrásinni hafði
hann hlaupið á 16,9 sek.
29. JÚLÍ. — 4x100 m. boðhlaup: 1. Í.R.-sveitin 47,2 sek. 2. Ármann
47,3 sek. 3. B-sveit K.R. 50,0. — A-sveit K.R. missti boðið við fyrstu skipt-
ingu og hætti. I sveit Í.R. voru þeir Svavar Gestsson, Hallur Símonarson,
Örn Clausen og Haukur Clausen.
Stangarstökk: 1. Kolbeinn Kristinsson, Self. 3,00 m. 2. Sigursteinn Guð-
mundsson, F.H. 2,90 m. 3. Guðni Halldórsson, Self. 2,80 m. 4. Aðalsteinn
Jónasson, F.H. 2,80 m.
Kúluvarp: 1. Vilhjálmur Vilmundarson, K.R. 14,23 m. 2. Sigurjón Inga-
son, Hv. 13,29 m. 3. Kristinn Albertsson, Þing. 13,14 m. 4. Ásbjörn Sigur-
jónsson, Á. 12,90 m.
3000 m. hlaup: 1. Stefán Gunr.arsson, Á. 9:36,6 m. 2. Gunnar Gíslason,
18