Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Blaðsíða 36
Jónasar Jónssonar, hljómleikum hjá Lúðrasveit Akureyrar og söng „Þjóð-
kórs“ bæjarins. Síðan hófst Oddeyrarboðhlaupið, nýtt í sögunni, með 20
manna sveitum, en þeir hlupu hver 100 til 400 m., en vegalengdin öll var
3700 m. Sveit K.A. vann á 8:43,1 mín., sveit I.M.A. önnur á 8:45,0 mín.,
sveit Þórs síðust á 8:53,4 mín. 01- og gosdrykkjagerð Akureyrar gaf bikar
til að keppa um í Oddeyrarboðhlaupinu, farandgrip, sem K.A. vann að
þessu sinni.
Mótið hélt svo áfram næstu daga. Þessi urðu úrslit í frjálsum íþróttum:
Kúluvarp: 1. Bragi Friðriksson, I.M.A. 12,53 m. 2. Ragnar Kristjánsson,
Í.M.A. 11,58 m. 3. Marteinn Friðriksson, K.A. 11,46 m. Spjótkast: 1. Ingvi
B. Jakobsson, Í.M.A. 48,70 m. 2. Agnar Tómasson, K.A. 46,78 m. 3. Gunn-
ar Óskarsson, Þór, 41,45 m. Kringlukast: 1. Ingvi B. Jakobsson, Í.M.A.
33,40 m. 2. Marteinn Friðriksson, K.A. 29,15 m. 3. Matthías Ólafsson, Þór,
26,23 m. 80 m. hlaup drengja: 1. Mathías Björnsson, K.A. 9,5 sek. 2. Guð-
mundur Jónsson, K.A. 9,6 sek. 3. Jón Haraldsson, K.A. 10,0 sek. 80 m.
hlaup kvenna: 1. Hulda Jensdóttir, Þór, 12,0 sek. 2. Bergþóra Bergsdóttir,
Þór, 12,0 sek. 3. Jensína Guðmundsdóttir, Þór 12,3 sek. 100 m. hlaup karla:
1. Bragi Friðriksson, Í.M.A. 11,5 sek. 2. Rögnvaldur Finnbogason, Þór 11,7
sek. 3. Magnús Guðjónsson, K.A. 11,9 sek. 3000 m. hlaup: 1. Eiríkur Jónsson,
Þór 10:37,7 mín. 2. Guðmundur Guðmundsson, K.A. 10:40,1 mín. 3. Ólafur
Gunnarsson, Þór 11:03,5 mín. 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit Í.M.A. 49,8 sek.
2. Sveit K.A. 52,3 sek. 3. Sveit Þórs 53,2 sek. Hástökk: 1. Matthías Ólafs-
son, Þór 1,69 m. 2. Ingvi B. Jakobsson, Í.M.A. 1,58 m. 3. Marteinn Frið-
riksson, K.A. 1,53 m. Langstökk: 1. Ingvi B. Jakobsson, Í.M.A. 6,10 m. 2.
Magnús Guðjónsson, K.A. 5,86 m. 3. Marteinn Friðriksson, K.A. 5,67 m.
Þristökk: 1. Ingvi B. Jakobsson, Í.M.A. 13,20 m. 2. Marteinn Friðriksson,
K.A. 12,70 m. 3. Magnús Guðjónsson, K.A. 12,47 m. 400 m. hlaup: 1. Bragi
Friðriksson, f.M.A. 58,7 sek. 2. Marteinn Friðriksson, K.A. 59,2 sek. 3.
Ólafur Gunnarsson, Þór 62,1 sek.
KEPPNI Í.R. OG AKUREYRINGA. Flokkur íþróttamanna úr íþrótta-
fél. Reykjavíkur kom til Akureyrar og keppti við Akureyringa í frjálsum
íþróttum. Keppt var í 10 greinum. Urslit urðu sem hér segir: Fyrri dagur,
6. júlí. 100 m. hlaup: 1. Finnbj. Þorvaldsson, Í.R. 10,9 sek. 2. Kjartan Jó-
hannsson, Í.R. 11,2 sek. 3. Magnús Baldvinsson, Í.R. 11,4 sek. Tíminn er
sá sami og íslenzka metið, en sterkur vindur hjálpaði, auk þess skorti
nægilega margar klukkur. Kúluvarp: 1. Jóel Sigurðsson, Í.R. 14,30 m. 2.
Sigurður Sigurðsson, Í.R. 12,68 m. 3. Marteinn Friðriksson, K.A. 12,46 m.
(Kúlan reyndist of létt). 1500 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, Í.R. 4:27,8 mín.
34