Árbók íþróttamanna - 01.12.1946, Blaðsíða 64
íslenzkur hlaupari í Ameríku
Vorið 1946 var frá því skýrt í Heimskringlu, að Islendingurinn Þór Þór-
oddsson, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, hafi getið sér góSan orSstí
með þátttöku sinni í hlaupum fyrir Columbus-háskólann í Ohio. Var hann
gerður að foringja vissra íþróttaflokka skólans og báru flokkar hans oft
sigur úr býtum í keppni við flokka annarra háskóla. Bezti tími Þórs í 4
mílna hlaupi (6,4 km.) var 21:49,0 mín.
Nýir frjálsíþróttadómarar
Vorið 1946 útskrifaði íþróttaráð Reykjavíkur eftirtalda frjálsíþrótta-
dómara: ÞórS Sigurðsson, Friðrik Guðmundsson, Baldur Davíðsson og
Sigurð Sigurðsson.
Sama vor luku eftirtaldir menn frjálsíþróttadómaraprófi á íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni: Baldvin Arnason, Hannes Ingibergsson, Hjört-
ur Jóhannsson, Jónas Jónsson, Jón Ólafsson, Oddur Sveinbjörnsson, öli
B. Jónsson og Ólafur Ólafsson.
Landsdómarar í frjálsum íþróttum
Skömmu fyrir Svíamótið 1946 skipaði íþróttaráð Reykjavíkur 8 lands-
dómara í frjálsum íþróttum. Þeir, sem urðu fyrir valinu, voru: Jóhann
Bernhard, Skúli Guðmundsson, Sigurður S. Olafsson, Guðmundur Sigur-
jónsson, Benedikt Jakobsson, Ólafur Sveinsson, Steindór Björnsson og
Þorsteinn Einarsson.
Erlendar fréttir 1945
Vegna rúmleysis er ekki hægt að birta jafn ítarlega frásögn af erlendum
íþróttaviðburðum og gert hefur verið s.l. ár. Engu að síður birtist hér af-
rekaskrá í frjálsum íþróttum, sem nær til beztu afreka í heiminum 1945
100 metra hlaup: 200 metra hlaup:
Barney Ewell, U.S.A ... 10,3 Grover Klemmer, U.S.A. .. .. 20,9
Bonnhoff, Argentína ... 10,3 O’Reilly, U.S.A .. 20,9
Edward, U.S.A ... 10,4 Denis Shore, S.-Afríka .... .. 21,1
de Assis, Brasilía ... 10,5 Crawson, U.S.A
Isaac, Argentína ... 10.5 Shurr, U.S.A
Perry Samuels, U.S.A. ... 10,5 Elmore Harris, U.S.A .. 21,3
62